Eining - 01.08.1967, Síða 7

Eining - 01.08.1967, Síða 7
E I N I N G 7 KLÆÐNAÐUR og TÍZKA ltrónur á mánuði, næstu tvö árin 65 og síðan sjö ár 100 kr. Þannig segir hann sjálfur frá. Auk kennara- og skóla- stjórastarfsins tók hann einnig mikinn þátt í félagsstörfum, eins og áður var hér vikið að. Aron G. Guðbrandsson, forstjóri, var einn af námssveinum Péturs. I áður- nefndri bók eru nokkrar endurminning- ar hans frá þeim árum. Á seinni árum Arons í skólanum urðu þeir, lærisveinn- inn og kennarinn, oft samferða heim. Meðal annars kemst Aron svo að orði: „Pétur var gáfaður maður, hafði ágæta frásagnargáfu og kom mjög vel fyrir sig orði.. . Við vorum oft ekki lagðir af stað úr skólanum, þegar hann byrjaði að segja mér eitthvað. Og vegna þess, hve fróður hann var og mælskur, þá lærði ég mikið af honum, og nú tók ég eftir öllu því sem hann sagði. Þessar gönguferðir okkar Péturs Guð- mundssonar urðu til þess, að með okkur hófst vinátta og nánara samband held- ur en áður hafði verið, og þetta eru þær stundir frá skólavistinni, sem mér eru kærastar." Elísabet Jónsdóttir, kona Péturs, er nú til húsa í hárri elli — níræð á næsta ári, — hjá dóttur sinni Steinunni og tengdasyni, Þormóði Jónassyni, hús- gagnasmið, að Grettisgötu 43, Reykja- vík, hún er vel hress ennþá og minnið ágætt, og lítur nú yfir langan og merk- an dag. Fólki'ð í „Húsinu“ heitir einn kaflinn í bókinni, Saga barnaskólans á Eyrarbakka. Fróðlegt er og skemmtilegt að lesa um þetta merkis- heimili Thorgrímsens „kaupmanns,“ sem sennilega gat kallast eins konar menningarmiðstöð á þeim árum. Af því lærði fólk ýmislegt gagnlegt og gott. Séra Árelíus Níelsson segir: „Óhætt er að fullyrða, að börn Thor- grímsens „kaupmanns" voru ekki að- eins meðal beztu nemenda skólans á Eyrarbakka, heldur einnig meðal beztu og áhrifamestu kennara hans. Enn í dag sér þess víða dæmi í hannyrðum og hí- býlaprýði í Árnessýslu, hvernig áhrifin frá þessu glæsilega heimili hafa breiðst út og náð sterkum tökum. Þar var bein- línis kvennaskóli eða húsmæðrakennsla, ef til vill fyrr en nokkurn dreymdi um slíka stofnun hér sunnanlands.. . Ekkert gaf þó heimilinu öllu sérstæð- ari og um leið hugljúfari blæ en söng- listin, sem alla daga og þó einkum kvöld skipaði öndvegi. Systkinin voru hvert öðru „musikalskara," og þau höfðu fall- egar raddir, sem allir hlutu að dá og Gull grófu menn úr jörðu, gull fundu þeir í sandi og gull í námum fjalla. Sem betur fer finnast oft í dagblöðum sann- leiksperlur, jafnvel vizkuperlur. Ég er ágjarn á slík gullkorn. Stephan G. Step- hanson kallaði það yfirmennt, að „lepja upp mola um lífsins stig og láta ekki baslið smækka sig.“ Fyrir nokkru skrifaði kona — G.G. — um kyrtilinn. Það er fallegt spjall. Ég geymi það. Allt frá unglingsárum mínum hef ég verið svarinn andstæð- ingur tízkutildurs, sem alltaf er verið að hringla með, aðallega til þess að hafa fólk fyrir féþúfu, og nú er svo komið að ungu dömurnar rigsa á undan okkur á götum borganna næstum hálfopnar upp undir rass, og eru þó hvorki hnésbætur né hnjákollur neinir sýnisgripir. Frú G. G. skrifar fallega um kyrtil- inn og hvetur konur til að koma sér upp þeirri heppilegu og sjálegu flík. Hún segir m.a. orða: „En nú er sú velferðaröld, að allir «—------------------------------------æ njóta með ógleymanlegri ánægju. Þau léku líka á hljóðfæri af leikni og gáfum. Og þegar þar við bættist, að margir lærðu þar söng og hljóðfæraslátt og sumir gestirnir, sem dvöldu þar lengri eða skemmri tíma, tóku virkan þátt í sönglist heimilisins, þá ómaði „Húsið“ af yndislegum hljómum í kapp við bylgjunið brimsins flesta daga ársins.“ Þegar ég, undirritaður, las þessa frá- sögn um „Húsið,“ rifjaðist upp fyrir mér þægilegar endurminningar. Frá því um haustið 1916 til haustsins 1918 átti ég heima á Eyrarbakka, þá nýgiftur, og flutti þar fyrirlestra, oftast fleiri en einn vikulega. Aðsókn var oftast mjög góð og þessar samkomur hófum við á- vallt á sálmasöng og enduðum þannig einnig. Kona mín lék á hljóðfærið, en beztu söngkraftarnir á Eyrarbakka komu oftast og sungu. Ekki var neinn vafi á því, að þessir söngkraftar áttu að einhverju leyti upprunalega „Húsinu“ að þakka þjálfun sína. Annan veturinn hafði séra Ólafur Magnússon, frændi minn, söngnámskeið á Bakkanum og bauð mér að vera þar sem áheyrnargestur. Það voru skemmti- legir dagar. Endurminningarnar um Eyrarbakka eru góðar. Pétur Sigurðsson. geta allt og því hentug tíð til að veita sér þann búning, sem er sígildur, — og það er mest um vert, ekki háður tízk- unni, þessu brjálæðisafli, sem er búið til, til að hirða peninga fólks til að auðga aðra, þennan trúða-tilbúning, sem leggur sínar gildrur fyrir saklaus- ar sálir, með alltof góðum árangri, því að fáir eiga það sjálfstæði að standa á móti straumnum, flestum finnst þægi- legra að fljóta með honum.“ (Mbl. 19. maí 1967). Þetta eru tímabær orð, og öll er hvatning frúarinnar til íslenzkra kvenna prýðileg. Ættu ekki foreldrar, skólar og allir uppalandi kraftar þjóðfélagsins að kosta kapps um að innræta börnum og unglingum, allt frá fyrstu bernskuárum og áfram, þann skilning á manngildi, að einna mest sé um vert að eiga nægilegt sjálfstæði til að standa á eigin fótum, en apa ekki allt eftir kenjum hverfullar tízku. Ákaflega eru orð postulans fög- ur, þessi: „Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagn- legt, og ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér.“ Þetta er einn hinn glæsilegasti mann- dóms-mælikvarði, sem hugsast getur: Ekki láta neitt fá vald yfir sér. Hafa alltaf valdið. Alltaf herra. Aldrei þræll. Hvorki fáránlegrar tízku, nautna né nokkurs annars. P. S. -K-K -j< Tugthús og brennivín Þegar stjórnarráðshúsið við Lækjar- torg í Reykjavík var reist upprunalega sem fangelsi, mun það hafa verið með stærstu húsum þar, ef ekki allrastærst. Þá fór saman, að Islendingum skyldi séð fyrir nægu brennivíni og stóru fangelsi. Árin 1916 ogl917 var Island brenni- vínslaust land, þurrt eða því sem næst — algert áfengisbann. Þá var annað árið einn maður í fangelsi í Reykjavík, hitt árið enginn. Þetta sýnir skýrsla fangavarðar frá þeim árum. Nú flæðir áfengið aftur um landið. Undanfarið hefur þeim stöðum fjölgað, sem gefur mannkindunum færi á að raða sér á áfengisgarðana og sötra þar áfenga drykki, og nú skal líka reisa stórt ríkisfangelsi, til viðbótar því sem fyrir er. Þetta fer saman: fangelsi og áfengir drykkir, helzta orsök afbrota, glæpa og slysa.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.