Eining - 01.08.1967, Page 15

Eining - 01.08.1967, Page 15
EINING 15 IOGT opin leið á alþjóða- vettvangi Heimsþing templara verður í Istanbul um mánaðamótin júní—júlí 1970. Þetta var afráðið á eins konar framkvæmda- ráðsfundi í Istanbul í apríl sl. Frá þessu greinir einn af forgöngumönnum bindindismanna í Noregi, Arne Goplen, í grein í Folket 13. maí sl. Alþjóðadeild IOGT (græni hálfmán- inn) í Tyrklandi er sterk. Þar er einn áhrifamesti maðurinn Ayhan Songar, prófessor. Hann hefur unnið að því að koma á samstarfi við bindindishreyf- inguna í Búlgaríu, einnig hefur fyrrv. sendiherra Búlgaríu í Svíþjóð unnið kappsamlega að því, að koma á sam- starfi milli Búlgaríu og Svíþjóðar á sviði bindindismála. Prófessor Songar mun einnig koma á sambandi um þessi mál við Irak og Iran, en þaðan er þriðji hluti læknastúdenta háskólans í Istan- bul. Þjóðir á framfarabraut skilja vel hvílíkur vágestur áfengisneyzlan er á vegi þeirra og fagna því starfi IOGT á alþjóðavettvangi. Verkefnin eru enn næg, séu menn aðeins vakandi og á verði. -K-X -j< ** Vangá og slys Öllum finnst okkur hin tíðu umferðar- slys átakanleg, en geta menn ekki tamið sér aðgát? I júní sl. sögðu blöðin frá dauðaslysi í Reykjavík. Tveir ungir menn um tvítugt aka bíl sínum á sveran rafmagnsstaur, annar þeirra bíður bana. Þeim hafði báðum orðið það á, segir í frásögninni, „að líta á fólk, sem var á gangstéttinni á gangi." Það gá- leysi kostaði ungan mann lífið. Um sama leyti var sagt frá manni, sem sigldi ógætilega með tvo unga sveina innanborðs og hvolfdi fleytunni, en sem betur fór varð mannbjörg. — Ógætilega var þó siglt. Mörg eru heil- ræðin um að fara gætilega, en menn virðast oft gleyma þeim, því fer sem fer. -x-x -j< -k-K Áfengisneyzlan eykst í Finnlandi Bæði sænsk-finnska blaðið Hem- bygden og Presstjánst skýrir frá því, að árið 1966 hafi áfengisneyzlan í land- inu aukizt um 6%, og á árunum 1961— 1966 hafi hún aukizt um 24%. Aukningin er mest af veikari áfengu drykkjunum, 12% á árunum 1965 og 1966, en á sama tíma óx þó neyzla sterku drykkjanna um 2%. Á árunum 1961 til 1966 óx neyzla sterku drykkj- anna um aðeins 1%, en neyzla veikari tegundanna um 61%. Árið 1958 var áfengisneyzlan, reikn- uð í 100% áfengi, 1,62 lítri á nef í land- inu, en 1966 2,5. Niðurstaðan er sú, að hin mikla aukn- ing neyzlu veikari drykkjanna, hefur ekki komið algerlega í veg fyrir aukn- ingu neyzlu sterku drykkjanna. Á Is- landi er reynt að telja mönnum trú um, að sterkt öl mundi draga mjög úr neyzlu sterku drykkjanna, en þetta reynist yfirleitt blekking. -x-k -j< -K* Sókn ungtemplara í Svíþjóð í marzmánuði í fyrra hófu sænskir ungtemplarar allsherjar sókn til að afla sér nýrra liðsmanna. Ýmsum verðlaun- um, allt að bíl, var heitið þeim, sem fræknastir yrðu í veiðiförinni. Árang- urinn var hvorki meiri né minni en sex þúsnnd nýir félagar, og þar með hefur öll starfsemi sænskra ungtemplara í landinu fengið nýjan fjörkipp. Dalirnir og Skánhéraðið urðu sókn- harðastir, bættu við sig tveim þúsund- um nýrra félaga, og hrepptu bílinn að verðlaunum. Hér á landi er nú líka töluvert fjör í ungtemplurum. — Vonandi halda þeir sókninni áfram með farsæld og festu. Unga kynslóðin á að taka við hinum margvíslega vanda þjóðanna og veitir ekki af að búa sem bezt í haginn fyrir sig. -K-K -)< -K-k Áfengi og slys Rannsókn sem læknafélag Bandaríkj- anna lét framkvæma viðvíkjandi umferðar- slysum, leiddi í ljós að 47% gangandi fólks sem fórst í umferðinni, var ölvað. Tiu sinnum fleiri umferðarslysum valda menn með 1,5 promille áfengis í blóðinu, en hin- ir með aðeins 0,5. -K-K -j< -K9< Þeir skulu njóta forréttinda I London skal brátt taka til starfa sérstakt sjúkrahús handa áfengissjúkl- ingum, sem standa eitthvað ofarlega í mannfélagsstiganum. Það á að rúma að- eins 15 vistmenn, en þar þurfa menn ekki að óttast að nöfn þeirra verði birt né neitt um þá. Félagið sem sér um þessa fram- kvæmd, bendir á, að oft séu þessir menn í ábyrgðarmiklum stöðum og því áríð- andi, bæði vegna þeirra sjálfra og ann- arra, að þeir séu fullkomlega starf- hæfir. Heimild: Alkoholfrágan. Erlendar fréttir Norska þjóðin er 3,8 milljónir. Talið er að í Noregi séu 60—80 þúsund áfengis- sjúklingar, og að árið 1966 hafi áfengis- neyzla átt sök á 22 þúsundum slysa í iðn- aði landsins. * * I nóvember 1966 fór fram almenn at- kvæðagreiðsla um héraðabönn í Ohio-rík- inu í Bandaríkjunum. Bannmenn sigruðu í 28 héruðum af 31. Árið 1933 höfðu 62% borga og bæja ríkisins áfengissölur, en sl. ár ekki nema 56%. * * Útvarpið í Prag hefur skýrt frá því, að í Tékkóslóvakíu eyði þjóðin tveim þriðju meira fyrir áfenga drykki en mjólk, og meiru fyrir sígarettur en fyrir brauð og smjör, hvorttveggja. * * í júní 1966 skrifar Yelena Korenevskaya í Soviet Life, að „samkvæmt opinberum skýrslum eigi áfengisneyzla sök á hverjum 9 af 10 afbrotum og glæpum. Vodka sé aðalorsök hjónaskilnaða, flestir vandræða- unglingar komi frá heimilum drykkju- manna, og ölvun bílstjóra eða gangandi manna eigi sök á flestum umferðarslys- um.“ Sagt er ennfremur, að í Rússlandi krefjist almenningur róttækra aðgerða gegn þessu ástandi, allt að áfengisbanni. * * ,,í Bretlandi eru nú 500.000 áfengissjúkl- ingar. Þetta er fólk, sem leitt hefur yfir sig ólæknandi sjúkdóm, aðeins með áfeng- isneyzlu. Áfengið er nú (takið eftir, ég segi áfengi, ekki áfengissýki) áfengið er eitt stærsta samfélags vandamál þjóðar- innar.“ Sir Donald Finnmore, hæstaréttardómari. * * „Versti manndráparinn.“ Þessi eru orð dr. Hallis Ingraham, heilbrigðismálaráðunautar í New York: „Ekkert annað, hvorki byssu- kúlur, sýklar né vírusar, drepa nálægt því eins marga menn í Bandaríkjunum sem sígarettan." * * Drykkjumönnum er öðrum fremur hætt við berklum, segja þeir dr. Jack S. Olin og dr. Stefan Grzybowski í Toronto, Canada. ❖ * 80% drykkju-fanga í Don-fangelsinu höfðu snert af tæringu, en ekki nema 33,3% hinna fanganna. Þetta leiddi berkla- rannsókn í ljós. * * Prestur í írlandi, Daniel Lyons, segir: „Algert bindindi er öllum farsælast. Ég gerðist félagi samtakanna, The Total Abstinence Association of the Sacred Heart, fyrir 20 árum. Við erum 500.000 í félaginu, og enginn okkar er í neinum vanda staddur gagnvart áfengisneyzlu." — Birtist í Our Sunday Visitor, 15. maí 1966 og Research Student Service, marz 1967. Alert.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.