Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 231
Um nafngiftir hjálparsagnasambanda
HÖSKULDUR ÞRÁINSSON
1* Inngangur
I þessari grein er tekinn upp þráður úr tveimur umræðugreinum í fyrri
^eftum íslensks máls. Sú fyrri er eftir höfund þessarar greinar og birt-
lst í 21. hefti tímaritsins (Höskuldur Þráinsson 1999) en sú síðari er
eftir Jón Axel Harðarson og birtist í 22. hefti (Jón Axel Harðarson
2000). Fyrst verða rifjuð upp nokkur meginatriði úr fyrri grein minni
°8 í framhaldi af því nefnd dæmi um misskilning sem stundum verð-
Ur vart í málfræðiritum og tengist umfjöllunarefninu. Þá er vikið að
^Ugtökunum tíð, horf og verknaðargerð, íslensk dæmi borin að skil-
§reiningum og skýringum Jóns Axels á þessum hugtökum, sumu af
sem segir í grein hans andmælt og annað skýrt nánar. f síðasta
^uflanum er svo bent á þann vanda sem felst í því að gefa hjálpar-
Sagnasamböndum nafn.
Nokkur meginatriði
fJmræðugrein mín í 21. hefti íslensks máls nefndist „Hvað eru marg-
ar tíðir í íslensku og hvemig vitum við það?“ Nú er ekki víst að allir
esendur muni fyrir víst um hvað hún var. Því er nauðsynlegt að rifja
UPP meginatriði hennar, að svo miklu leyti sem þau skipta máli hér:
^ a- Hugtakið málfræðileg formdeild (eða málfræðiformdeild, e.
grammatical category) á við merkingarlegan greinarmun sem
er sýndur á kerfisbundinn hátt í tungumáli. Meðal vel þekktra
dæma um þetta má nefna tölu (eintölu, fleirtölu ...), fall (nefni-
fall, þolfall...), kyn (karlkyn, kvenkyn ...), stig (framstig, mið-
stig ...), tíð (nútíð, þátíð ...), persónu (fyrstu, aðra ...), hátt
(framsöguhátt, viðtengingarhátt...), mynd (germynd, þolmynd
•••), horf (lokið, ólokið ...) o.s.frv.
Greinarmunur málfræðiformdeilda er ýmist sýndur með beyg-
ingum, þ. e. reglulegum tilbrigðum í formi orða, eða málfræði-
legum hjálparorðum, t.d. hjálparsögnum, eða þá blöndu af
k
e,lskt mál 23 (2001), 229-252. © 2001 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.