Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 304
Ritdómar
Daniel Scholten. Einfiihrung in die islandische Grammatik. Ein Lehrbuch ftir
Anfánger und Fortgeschrittene. Philyra Verlag — Stefan Keller und Daniel
Scholten, Miinchen, 2000. xxxii + 450 bls.
Bókin Einfuhrung in die islandische Grammatik kom út í Þýskalandi fyrir um það bil
tveimur árum. Engar upplýsingar um höfundinn er að finna í bókinni en ég hef fyrir
satt að hann sé ungur háskólanemi. Það er ekki á hverjum degi sem slíkur maður gefur
út bók. Slíkt framtak er í eðli sínu lofsvert en jafnframt vandamikið og ekki á hvers
manns færi.
í upphafi (bls. iv) er þess getið að bókin fjalli um grundvallaratriði íslensks
nútímamáls og þjóni jafnt byrjendum sem lengra komnum. A sömu blaðsíðu lýsir
höfundur fjórum markmiðum sem lögð voru til grundvallar við samningu bókarinnar.
Þau cru að upplýsingamar í bókinni séu sem áreiðanlegastar, að allt sé skiljanlegt og
skýranlegt út frá ljósum reglum, að upplýsingamar nægi til að búa til form og setn-
ingar á grundvelli fastra reglna og að bókin sé jafnt kennslu- sem uppsláttarrit. Þetta
er hreint ekki svo lítið. Jafnframt ber að geta þess að þótt bókin sé nútímamálsbók eru
skýringarnar næstum allar sögulegar. Þær ná þó misjafnlega langt aftur. Sumar miðast
við eldri íslensku eins og t.d. innskotið á undan -r í niðurlagi orðs (bls. 37) eða ná
aftur á germanskt stig eins skýringamar á hljóðskiptum sterkra sagna (bls. 35-37). I
upphafi (bls. vi-viii) er stuttur kafli um sögu íslensks máls. Þar er málinu skipt niður
í nokkur tímabil í anda Noreens (1970) enda þótt ekki sé vísað til heimilda. Norren er
þó að finna í heimildaskrá. A einum stað (bls.vi) hef ég þó fundið óbeina tilvísun til
heimildar. Þar getur höfundur þess að hann fylgi alþjóðlegu hljóðritunarkerfi en lætur
þess jafnframt getið að þar með sé fylgt því kerfi sem Magnús Pétursson notar. Af
heimildaskrá verður að ætla að átt sé við kennslubók Magnúsar (Magnús Pétursson
1987). Heimildaskráin í bókarlok er ekki í stafrófsröð og erfitt að átta sig á henni.
Bókinni er skipt á hefðbundinn hátt í nokkra meginþætti: hljóðfræði, beygingai-
fræði og setningarfræði, auk örstutts kafla um orðmyndun. Fjölmörg dæmi cm notuð
til skýringa.
í hljóðfræðihlutanum er gengið skipulega til verks og yfirlitið er að sumu leyti
greinargott. Tvennt stingur þó í augu: Gerðar of miklar kröfur um hljóðfræðikunnáttu
byrjenda og hljóðritunarvillur, einkum að því er varðar lengd, of margar. Eg læt
hljóðfræðilegar skýringar liggja á milli hluta að tveimur undanskildum. A öðmm
staðnum (bls. 17) segir að h sé skrifað og borið fram á undan „Liquiden", hl [hl], hn
[hn], hr [hr], en vegna atkvæðisgerðar sé þessi framburður óhagstæður svo að í is-
lensku sé hl, hn og hr alltaf borið fram óraddað. Ekki er víst að byrjendur átti sig vel
á því hvað þama er um að ræða og ekki er nú algengt að telja nefhljóðið n til
mjúkhljóða (þ. Liquiden, e. liquids). Þess má geta að í bókarlok er listi yfir ýmis mál-
fræðihugtök og þau skýrð. Þar (bls. 430) em l, m, n, r og s talin til „Liquide" enda
segist höfundur fara eftir (fom)gnskum viðmiðunum við flokkun hljóða. Ekki er
þetta í betra samræmi við venjulega flokkun hljóðfræðinga á málhljóðum. — Þegar
rætt er um aðblástur (bls. 18) em nafnorðið dóttir og sögnin œtla tekin sem dæmi og