Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 261
Um karla og karlynjur
259
(5) a. Karlkynsorð eins og börkur, fjörður, vöndur
Þessi orð hafa stofnsérhljóðið /ö/ og endinguna /ur/ í nefnifalli
eintölu. Þessir beygingarhljóðkerfislegu þættir einkenna karl-
kyn.
b. Kvenkynsorð eins og nægð, þyngd, spekt
Þessi orð eru mynduð með viðskeytinu /ð, d, t/ og sýna /-hljóð-
varp gagnvart grunnorðum sínum eða skyldum orðum (nógur,
þungur og spakur). Þessir orðmyndunarhljóðkerfíslegu þættir
einkenna kvenkyn.12
c. Hvorugkynsorð eins og bak, gat, tap, tal
Þessi orð hafa stofnsérhljóðið /a/ og eru endingarlaus í nefni-
falli eintölu og endar stofn þeirra á stuttu samhljóði (öðru en
/r/).13 Þessir beygingarhljóðkerfislegu þættir einkenna hvorug-
kyn.
Um stóran hluta nafnorða gildir hins vegar að ómögulegt er að gefa
viðhlítandi reglur um kyn þeirra, sé miðað við orðasafnsmyndir, þ. e.
nefnifall eintölu (eða fleirtölu, ef um fleirtöluorð er að ræða). Af formi
þessa falls verður kyn þeirra ekki ráðið. Því verður að læra það við
máltöku. Dæmi um slík nafnorð eru sýnd í (6), þar sem fram kemur að
°rð sem hafa mjög líkar (eða jafnvel samhljóða) nefnifallsmyndir geta
Verið af mismunandi kyni:
karlkynsorð kvenkynsorð hvorugkynsorð
bifur lifur klifur
dúr skúr ‘regndemba’ búr
leiði heiði seiði (sbr. líka leiði hk.)
12 Þess má geta að þrátt fyrir að beygingarhljóðkerfisþættimir [stofnsérhljóð /ö/]
°S tending /0/] séu algengir í kvenkenndum nafnorðum, þá einskorðast þeir engan
Veginn við þau, sbr. andstæðupör eins og tjörn kvk. : björn kk„ för kvk. : mör kk„
d°gg kvk. : högg hk„ dvöl kvk.: böl hk„ skör kvk. : smjör hk.,flöt kvk. : kjöt hk. Það
væri því hæpið að segja að áðumefndir þættir einkenni kvenkynsorð.
13 Þennan vamagla verður að slá vegna andstæðupara eins og far, par, var hk. :
^ar, mar ‘hestur’, mar ‘sjór’. Sams konar beygingarhljóðkerfisreglur gilda einnig um
hest hvorugkynsorð sem hafa stofn er endar á tveimur samhljóðum eða löngu sam-
hljóði, sbr. bam, land, malt, vatn. Þó em hér ýmsar undantekningar, sbr. skass hk. :
rass kk„ tajl hk. : skafl kk„ nafn hk. : hrafn kk„ brall hk. : kall ‘karl’.