Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 288
286
Guðrún Kvaran
Buffet er eitt þeirra orða, sem komið er inn í málið úr frönsku í gegn-
um dönsku sem millimál. Það er mjög vel þekkt um allt land sem
borðstofuhúsgagn með skápum og skúffum. Margir viðmælenda
minna notuðu þó frekar myndina buff. Buffet er hvorugkyns í íslensku,
þ.e. buffetið, en í dönsku er það samkyns, bujfeten. Það er fengið að
láni í dönsku úr frönsku buffet. OV vildi nota orðið hlaðborð í stað
buffet (OV 1927, bls. 9), en það orð á engan veginn við húsgagnið sem
hér um ræðir.
Etasjer þekkja margir, en flestir í myndunum ediser, edisjer eða edis-
eri. Þetta er homhilla, oft með mörgum hillum í, og stundum með
renndum stautum undir þær að framanverðu. Orðið er fengið að láni
úr dönsku etagere sem aftur fékk það að láni úr frönsku étagére. Að
baki liggur orðið etage, sem oftast er notað um hæð í húsi, þ. e. marg-
ar hæðir voru í húsgagninu. Nokkrir viðmælendur mínir nefndu að oft
hefði áður fyrr verið talað um tasíur í húsum en það heyrðist ekki
lengur. Þetta orð minnti mig á annað orð, sem ég heyrði oft í bemsku,
en það var tasíuþvottur. Það var lagað eftir danska orðinu etagevask
og var notað um að þvo líkamann við vask eða vaskafat hluta og hluta
í senn. Þegar ég nefndi það í útvarpsþættinum reyndust margir þekkja
það og er orðið ekki svæðisbundið. Talað er t. d. um að þvo þurfi efri
eða neðri tasíuna á bami.
Tasíudisk þekkja einnig margir, en þar er átt við smákökudiska, tvo
til þrjá, sem festir em saman með staut, þannig að þeir mynda tvær til
þrjár hæðir.
Lenustóll er vel þekkt húsgagn, en allir viðmælendur mínir notuðu
lenistóll með -i-i, og virðist orðið notað talsvert um allt land. Það
kemst þó ekki á lista hjá Höskuldi (2000:117), aðeins hœgindastóll og
djúpur stóll. Tveir heimildarmenn úr Reykjavík á miðjum aldri höfðu
vanist því í bemsku að betri stofan, þar sem lenistólamir stóðu, væri
kölluð lenistofa. Orðið lenistóll er sótt til dönsku lœnestol.
Sjiffoniera kannast ýmsir við en flestir þó í myndinni siffoner eða sijf-
oneri. Viðmælendur mínir sögðu að siffonerinn væri há kommóða
með mörgum skúffum. Danska orðið chiffonniere er fengið að láni úr
frönsku chiffonniére, en það er aftur leitt af chiffon sem margir kann-