Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 246
244
Höskuldur Þráinsson
Eins og sjá má af þessu er verknaðargerð eitthvað algilt. Sá verkn-
aður sem vísað er til með orðum sem merkja ‘stinga’, ‘detta’, ‘finna^
er af tiltekinni gerð, tekur bara augnablik, óháð því hvert málið er. A
sama hátt hlýtur sá verknaður að taka tíma sem vísað er til með orð-
um sem merkja ‘skoða’, ‘leita’, ‘spinna’, sama hvaða mál er um að
ræða, og eins hlýtur það að vera ástand sem vísað er til með orðum
sem merkja ‘sitja’, ‘sofa’, ‘vita’, ‘búa’, hvort sem við erum að tala
íslensku, dönsku, ensku, frönsku, pólsku, rússnesku, þýsku eða
hvað.
Hugtakið horf er aftur á móti málfræðiformdeild, eins og þegar var
gerð grein fyrir, og varðar lýsingu þessu hvort tilteknum verknaði (at-
burði, breytingu ...) er lokið, hvort hann stendur yfir, er að byrja
o.s.frv. (sjá (9) hér framar). Rétt eins og gildir um aðrar formdeildir
(t.d. tölu, fall, tíð ...) er það mismunandi eftir tungumálum á hvern
hátt horf kemur þar við sögu eða hvort þau hafa nokkra kerfisbundna
leið til þess að tjá það.
Eins og þegar hefur verið nefnt hafa ýmsir málfræðingar litið svo
á að hjálparsagnasambönd með hafa + lh.þt. í íslensku hafi fremur
einkenni málfræðideildarinnar horfs en tíðar og margir málfræðing'
ar hafa látið í ljós svipaða skoðun á hliðstæðum samböndum í na'
grannamálunum (sjá umræðu um þetta hjá Höskuldi Þráinssym
1999, Jóni Axel Harðarsyni 2000 og ritum sem vísað er til í þessum
greinum). Það er líka í samræmi við þá nafngift sem sambönd af
þessu tagi hafa í mörgum erlendum tungumálum, þ.e. „perfekt •
Eins hafa margir bent á líkindi íslenska sambandsins vera að +
og enska sambandsins be + lh.nt. og það síðarnefnda er yfirleitt talið
dæmi um tjáningu þess sem hér er kallað framvinduhorf (sjá um-
ræðu um þessa hluti hjá Comrie 1976:124-126). Jón Axel Harðarson
rekur dæmi um greiningu af þessu tagi í íslenskum málfræðiritum og
fjallar síðan um skilgreiningu á hugtökunum tíð, horf og verknaðar-
háttur eins og hér hefur verið greint frá. Miðað við þær skilgreining'
ar kemur niðurstaða hans í lokin eiginlega alveg eins og skrattinn ur
sauðarleggnum því hún er orðrétt þessi (Jón Axel Harðarson
2000:142):