Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 285
Orð aforði
283
Sumir sögðust nota orðin jöfnum höndum. Einnig bárust dæmi um
fœgiskúflu af Vestur- og Austurlandi, og einn Austfirðingur hafði van-
ist að tala um fœgiblað.
Skúffa virðist ekki notað ósamsett um þennan hlut, en það þekkist
að tala um skóflu. Ýmislegt hefur verið reynt til að komast hjá að nota
dönsku orðin og nota menn í staðinn t. d. orðin ruslaskúffa, rykskúffa,
saurskúffa, sorpskúffa, sorpskófla, sópskör, sorpreka og ruskbretti.
OV leggur til orðið „(sóp)trygill (trogmyndaður)" (OV 1927, bls. 14).
2.2 Matur og matargerð
Guðmundur Finnbogason (1928) nefnir ýmsar tegundir af mat sem
finna megi í „spísskamersinu" þar á meðal orðin polegg, medisterpylsu,
karbonaði og plokkfisk en einnig ýmsar sagnir sem notaðar voru, og
eru nær allar enn, við matargerð, svo sem sigta, píska, plokka, hakka,
kokka, speða, skræla, pússa og skrúbba. Um nokkrar sagnanna hefur
þegar verið rætt en drepið verður á hinar hér á eftir. Eins og við er að
búast beygjast þær allar eftir veikri beygingu og fá endinguna -aði í
þátíð með einni undantekningu, skræla - skrældi.
Varla er hægt lengur að telja sögnina að plokka aðskotaorð. Næg
dæmi eru um hana í söfnum OH allt frá miðri 16. öld.
Svipað er að segja um hakka sem dæmi eru um frá því um 1750.
„Hakkaðu í þinn hola skrokk, / hringnefjuð kerling, / feitar krásir“,
sagði Páll lögmaður Vídalín í Vísnakveri sínu í upphafi 18. aldar.
Sögnin kokka er enn ein af þessum gömlu sögnum. „Manga hrærer
veffina vid / og vellter steinum / elldinn nærer kockar kid, / med kjote
og beinum“ orti Bjami Gissurarson í lok 17. aldar eða í upphafi hinn-
ar 18.
Pússa er sömuleiðis 18. aldar sögn í málinu. Jón Ámason biskup not-
aði hana t. d. sem þýðingu í orðabók sinni frá 1738: „Mangonizo [[...]]
eg nya upp, pussa upp hlutena til ad setia þa ut aptur med meira verde"
(1994:156). Allar sagnimar fjórar finnast í orðabókarhandriti Jóns
Ólafssonar úr Gmnnavík frá 18. öld.