Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2001, Blaðsíða 297
Ritdómar
295
gníða og kníða áhrifsmyndir. Hann heldur því sem sé fram að í'-hljv. af e hafi ekki ver-
ið frumgermanskt. JAH athugar síðan (§8.4-5) heimildir um þetta hljóðvarp í rúnum
og tengir við lh. þt. í frg. sem bæði hafði *-ina- (*-ena-) og *-ana-. Hann telur að
þessar sagnir hafi verið eins í frg. og frumnorrænu en ekki á síðfrumnorrænum tíma.
Hann færir rök fyrir því að z'-hljv. af e hafi ekki orðið á undan 5 og œ. 7-hljv. hafi því
aðeins orðið í frsh. ft. og vh. og skipzt á myndir með e-\ og z'-i. Síðan hafi z' verið al-
hæft í þt. af so. gnýia og knýia en e í þt. af hlýia og *sýia. JAH getur hins vegar ekki
skýrt af hvezju mismunandi rótarsérhljóð var alhæft í þessum sögnum þótt ytri skil-
yrði hafi verið þau sömu.
í níunda kafla er enn vikið að so. hlýia og nú er það þt. hlðða sem fjallað er um.
JAH setur fram nýja kenningu um uppruna hennar. Hann telur að zz-hljv. af é (> $) hafi
orðið, a.m.k. í sumum mállýzkum, í fleirtölumyndum sagnarinnar: hléðum, -uð, -u >
hltfiðum, -uð, -u, og -fJd- hafi síðan verið alhæft í eintölunni. JAH gerir grein fyrir
þeim rýru heimildum sem eru um þetta hljóðvarp. Eina nokkuð örugga dæmið um það
er orðið/p ‘fé’ sem kemur fyrir í ísl. handriti (AM 249 1 fol) frá því um 1190 og í
norsku hómilíubókinni í fno. handriti (AM 619 4°) frá öndverðri 13. öld
(cl200-1225).7 8 í útgáfu Indrebp (1931:99) á norsku hómilíubókinni er þetta orð les-
ið „fe“ og í nmgr. sagt að e-ið sé „utydelig". f útgáfu Flom (1929:150) er hins vegar
haft þama „f0“. Oft er erfitt að greina á milli ‘e’ og ‘0’ í þessu handriti (AM 619 4°)
(sbr. Flom 1929:47-49 og Wadstein 1890:37) en í ljósprentaðri útgáfu af því (Knud-
sen 1952) virðist hins vegar ekki fara á milli mála að „f0“ standi þama í handritinu.
JAH hefði mátt fara nánar út í trúverðugleika þessara mikilvægu dæma, sérstaklega
þess norska. Hann tínir einnig til önnur enn vafasamari dæmi, t.a.m. fno. stakdæmið
þgf. ft. „rœttyndum" ‘réttindum’. JAH er með hugvitssamlega kenningu um að orð-
myndin „roðo“ í Lausavísu eftir Torf-Einar (frá um 900) standi fyrir þátíðarmyndina
rððu ‘réðu’ af tvf.-sögninni ráða. í umfjölluninni um þessa kenningu og víðar sýnir
JAH næman skilning á sérkennum dróttkvæðaskáldskaparins. Einu ömggu minjarnar
um hljóðvarpið é > 0 í íslenzku em því stakdæmi og varasamt að byggja of mikið á
þeim. Á hinn bóginn getur þetta hljóðvarp aldrei hafa verið algengt, eins og höfund-
ur segir á bls. 83, því é var sjaldgæft hljóð í físl. þar sem frg. él varð á í fmorr. og að-
eins hið sjaldgæfa é2 varð é (é) í físl.9 Það er því varla hægt að taka alveg undir með
höfundi þegar hann segir um hljóðvarpið að „seine Existenz keinem Zweifel unter-
liegen“.
I tíunda kafla er fjallað stuttlega um so. *sýia ‘sauma’, þt. séða, lh. þt. séðr/sððr.
Þátíðarmyndun er svipað og hjá so. hlýia (þt. hléðaM0ða). Dæmi em um þt. séða í
7 Um rök fyrir því að stofninn hafi frekar verið *-iw-ja- sjá Guðrúnu Þórhalls-
dóttur (1993:186, 1994-95:73).
8 Wadstein (1890:82) taldi hugsanlegt að þama væri zz-hljv. á ferðinni: „f0 98.8;
u-omljud??“ JAH er sammála Noreen (1970:71 [§77,4]) sem taldi að fé hefði orðið til
úr fð fyrir áhrif frá eignarfallinu féar (> fjár). JAH hrekur sannfærandi þá kenningu
Kocks (1895) að fé sé hljóðrétt mynd (< *feu < *fehu).