Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 2

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 2
 Bókin sem beðið r*qBÓ K hefur verið eftir Bók mánaðarins LJU MÁNAÐARINS Fulltverö: 1.790 kr. Okkarverð: 1.430 kr. Bók sem veitir svör við spumingum um tákn drauma Bók mánaðarins að þessu sinn er Drauma- ráöningabókin, sem Bókhlaðan gefur út, en Þóra Elfa Björnsson hefur tekið saman. Þetta er bók, sem veitir svör við þúsundum sþurninga um merkingu drauma. Hún er fyrst boðin félagsmönnum Veraldar á vild- arkjörum, en verður síðar seld á almenn- um markaði. Dæmi úr daglega lífinu Efni bókarinnar er þríþætt. Fyrst eru yfir- litskaflar um drauma, sem maðurinn hefur velt fyrir sér frá upphafi vega, ráðningu þeirra og ýmis atriði í sambandi við hana: Liti, umhverfi, nöfn, martröð og fleira. Ann- ar og lengsti efnisþátturinn eru atriðisorð, sem raðað er upp í stafrófsröð, og sagt frá í stuttu máli hvað hin ýmsu tákn í draumi eru talin merkja. Þriðji þátturinn eru svo íslensk dæmi úr daglega lífinu, þar sem fólk segir frá draumum sem hafa komið fram. Sýnishorn af öllum efnisflokkunum þremur er að finna hér að neðan. Milli draums og vöku En er eitthvað að marka drauma? Við skul- um fletta upp í Draumaráöningabókinni og grípa niður í einn af inngangsköflunum: „Auðvitað er endalaust hægt að deila um það, hvort mark er að draumum, en enginn getur efast um að alla dreymir, þrátt fyrir fullyrðingar einstakra manna um hið gagn- stæða. Og margir taka eftir ákveðnu sam- hengi milli draums og vöku. Til eru þeir sem skrifa hjá sér drauma sína og ráðn- ingar ef einhverjar verða... Það er ekki allt- af létt að spá í ráðningu draums þótt stundum liggi hún Ijós fyrir... Mannshugur- inn er sífellt að taka við boðum, bæði sjálf- rátt og ósjálfrátt. Þessi boð eða tákn ber ekki fyrir augu allra á sama hátt, svo að ekki er skrýtið þótt mörg draumtákn hafi tvær gagnstæðar merkingar." Engin úlpa var nógu þykk Jón Baldursson bridgespilari spilaði einu sinni á stuttu móti í Reykjavík, og haföi lið hans gengiö hálf illa, en þó ekki verr en svo, að aðeins þurfti smávinning til að þeir yrðu ofan á. Nóttina fyrir síðasta leikinn dreymdi konu hans, Elínu Bjarnadóttur, að hún ætlaði að kaupa á hann úlpu í stórri verslun, þar sem voru margir rekkar af úlpum. Hún gekk á milli og skoðaði, en fannst engin úlpa nógu þykk á hann. Elín réði drauminn þannig, að lið Jóns mundi tapa og fór svo; stigin í riðlinum dugðu ekki - þau voru ekki nógu þykk. Hraður akstur — £járhagsvandi AKSTUR: Ógætilegur og hraður akstur boðar vandræöi í fjármálum. Sé ekið í vatni er það fyrir góðu. Að aka hratt eftir hlykkjóttum vegi getur boðað vafasamt fyrirtæki og skaltu gæta að öðrum draumtáknum. Að aka í hestvagni er fyrir giftingu og er því betra sem vagninn er ræfilslegri. Glæsilegur vagn er fyrir minnkandi tekjum. ÁST: Að dreyma ást og að vera elskaður veit á að þú getur reitt þig á stuðning góðra vina. Dreymi karlmann að stúlka leggi ást á hann, en hann er ekki sama sinnis, þá er það fyrir gæfu. Ekki þykir það fyrir góðu að vera ástfanginn af gömlu fólki. 2

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.