Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 12

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 12
TÓNSNILLINGARNIR: Tvclr í viðbót í síðasta blaði buðum viö úrval úr verkum tíu tónsnillinga; mjög vandaðar og eftirsóttar hljómplötur, sem ekki fást í verslunum og eru því eingöngu boðnar félagsmönnum Veraldar. Við sögðum frá því, að átta plötur væru komnar til viðbótar í þess- um flokki, og nú eru tvær þeirra fáanlegar: Gershwin og Ravel. Síðar bjóðum við svo Debussy, Bach, Liszt, Sibelíus, Verdi og Rimsky-Korsakoff. Tvær saman: Plötur Kassettur Nr.: 3158 4112 Okkar verð: 1.080 kr. 1.080 kr. Þín leið tll að spara • Þeir sem nota haustmánuðina til að dytta að innanhúss, ættu að fletta upp í Afsláttarbók Veraldar og aðgæta hvaða málningar- og byggingavöruverslanir veita afslátt. • Leiðir allra íslendinga liggja í Kringluna þessa dagana, og þess vegna viljum við minna á, að margar verslanir sem þar eru veita félagsmönnum Veraldar afslátt. • Það kemur að því í lífi margra, að þeir þurfa að nota gler- augu. Gleraugu eru dýr, en félagsmenn Veraldar fá afslátt í átta gleraugnaverslunum. Er því ekki sjálfsagt að versla við einhverja þeirra? • Að lokum: Ætlarðu að fá þér nýja skó? Skyldu margar skó- verslanir vera í Afsláttarbók Veraldar? Hvernig væri að gá að því, áður en kaupin eru gerð? Furður og fyrirbæri Áhugi á dulrænum efnum hefur lengi verið eitt af þjóðareinkennum okkar (slendinga og virðist ekki fara dvínandi þrátt fyrir raun- sæi og efnishyggju nútímans. Það sýnir bókin Furður og fyrirbæri, sem Erlingur Davíðsson hefur skráð og Skjaldborg gaf út fyrir fáum árum. Þrír kunnir miölar Þrír kunnir miðlar og margt fleira fólk segir frá dulrænni reynslu sinni í þessari bók. Miðlarnir eru Einar Jónsson á Einarsstöð- um, Anna Kristín Karlsdóttir, Seltjarnar- nesi, og Guðrún Sigurðardóttir frá Torfu- felli, en aðrir sögumenn eru: Erla Ingileif Björnsdóttir, Svanfríöur Jónasdóttir, Leó Guðmundsson, Freygerður Magnúsdóttir, Ásta Alfreðsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir og Sigríður Pétursdóttir. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmm Nr.: 1570 Fullt verð: 750 kr. Okkar verð: 595 kr. Draugagangur í leikhúsi Sem dæmi um efni bókarinnar má nefna, að einn af áhugaleikurum Leikféiags Akur- eyrar mun á sínum tíma hafa látið þess getið að eftir sinn dag myndi hann gera vart við sig í leikhúsinu. Freygerður Magn- úsdóttir segir m.a. þannig frá, er hún kvöld eitt var ein í leikhúsinu að vinna við leik- tjöld á sviðinu: ,,En þá heyrði ég að aðal- dyrnar voru opnaðar frammi og einhver gekk inn í salinn... Síðan var gengiö inn með einni sætaröðinni og sæti skellt niður. Bjart var í salnum og sást þó enginn mað- urinn, aðeins heyrðist greinilegt fótatakið þar sem einhver ósýnilegur gekk...“ 12

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.