Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 3

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 3
Ahugi á draumum er — segir Þóra Elfa Bjömsson, — . • . — höfundur Draumaráðninga- sist minni nu en aour bókarinnar Þóra Elfa Björnsson, höfundur Drauma- ráðningabókarinnar, sem er bók mánaðar- ins aö þessu sinni, býr að Skólagerði 41 í Kópavogi, og við spjölluðum við hana stundarkorn. Hún er fædd í Reykjavík, en á ættir að rekja til Borgarfjarðar. Foreldrar hennar voru Karl L. Björnsson úr Borgar- nesi og Halldóra Beinteinsdóttir Björnsson, skáldkona frá Grafardal. Kennir prentiðn Þóra Elfa er fyrsta íslenska konan sem lærði prentiðn og hefur starfað talsvert mikið við prentverk um dagana. Hún er nú kennari við bókagerðardeild Iðnskólans í Reykjavík og kennir umbrot og setningu. Auk þess hefur hún fengist við ritstörf og þýðingar í tómstundum alla ævi. Aðeins fimmtán ára gömul vakti hún athygli fyrir Ijóð sín, sem birtust í safninu Ljóð ungra skálda, sem Magnús Ásgeirsson annaðist. Ófrávíkjanleg staðreynd „Áhugi fólks á draumum er síst minni nú en áöur,“ segir Þóra Elfa. „Margir álíta aö gamla draumspekin heyri fortíðinni til og sé að líða undir lok, en ég held að svo sé alls ekki. Draumar eru ófrávíkjanleg stað- reynd í lífi manna, og forvitni um þýðingu þeirra vaknar snemma hjá flestum. Ég varð vör við það fyrir nokkrum árum, að draumráöningabók vantaði og samdi þá litla bók að áeggjan útgefanda, en hún er nú löngu uppseld. Þessi nýja bók er mun stærri í sniðum og reynt að gera sem flest- um efnisþáttum varðandi drauma og ráðn- ingu þeirra sem ítarlegust skil. Snæbjörn í Hergilsey Ég hef aflað mér efnis í bókina á ýmsan hátt, rætt við fólk og fengið það til að segja mér frá draumum sínum, sem hafa komið fram. Einnig hef ég lesið ævisögur og end- urminningar manna og viðað að mér efni úr þeim. Mér er það til dæmis minnisstætt, þegar ég las ævisögu Snæbjarnar í Her- gilsey, sem var mikil kempa og karlmenni eins og allir vita, þá kemur í Ijós, að hann trúði á drauma og réri og lagði lóð sín eftir Þóra Elfa Björnsson því hvernig hann hafði dreymt. Svo að það eru ekki aðeins veiklundaðar konur sem taka mark á draumum. Til gagns og gamans Mörg tákn í draumum eru bundin ákveðn- um persónum, en ég hef eingöngu sagt frá því sem almennt eru álitið. Ég hef haft ánægju af að safna þessum fróðleik, og vona að fleiri hafi líka gaman af honum - og kannski jafnframt svolítið gagn.“ Flaut á torfusnepli niður á Halldóra Björnsdóttir, húsfreyja í Kefla/k: Er Loftur sonur minn var sex ára, dreymdi mig eina nóttina, að ég sá hann fljóta á torfusnepii niður á í miklum vexti. Mér fannst ég stökkva niður með ánni, grípa í torfuna og ná drengnum á land. Næsta dag veiktist Loftur af svo hastarlegri barkar- bólgu aö honum var vart hugað líf. Hálsinn var svo bólginn, að hann gat ekki andað og þegar sent var í ofboði eftir lækni náðist ekki í hann. Mér hugkvæmdist að láta dreng- inn anda að sér gufu, og þá loksins gat hann dregið and- ann eðlilega. Hvað tákna mannanöfn í draumi? Ágúst: Gott nafni í draumi, boðar gæfu. Albert: Merkir kappsemi. Arnbjörn: Merking þess er auðævi. Baldvin: Nafn þetta boðar gestakomu. Garðar: Boðar að steinn verði lagður í götu þína. Hrafn: Þú munt frétta lát nákomins vinar. Maria: Boðar velgengni. Ólafur: Er sumum fyrir ábata en öðrum fyrir illu, sérstaklega ef draumamaðurinn er læknir. Páll: Er fyrir trúarlegri athöfn. Þorsteinn: Táknar áhrifamikinn vin sem er þér hliðhollur. 3

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.