Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 6

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 6
BOKAPAKKINN Sögur eftir þrjár kunnar skáldkonur [ bókapakka Veraldar eru að þessu sinni þrjár góðar skáldsögur, sem Iðunn hefur gefið út og eru eftir kunnar erlendar skáld- konur. Og allar fjalla þær um konur, líf þeirra og ástir, baráttu og vandamál. Fyrsta ástin Elskhuginn eftir Marguerite Duras fjallar um fyrstu ástina og er raunsönn frásögn ungrar, franskrar skólastúlku. Þetta er saga hinnar forboðnu, þöglu ástrfðu sögð á kynngimagnaðan hátt, þar sem gleði og sorg, ást og ótti endurspegla andstæður mannlífsins. Höfundurinn, Marguerite Dur- as, er meðal fremstu rithöfunda Frakka nú á dögum. Á brúðkaupsafmælinu Önnur sagan í bókapakkanum nefnist Hin konan og er eftir Joy Fielding, en hún hef- ur hlotið heimsfrægð fyrir bækur sínar um nútímakonur. Á fjögurra ára brúðkaupsaf- mæli söguhetjunnar Jill kemur ung stúlka á hennar fund. „Ég heiti Nicole Clark," segir hún, réttir henni höndina og bætir síðan við brosandi: ,,Ég ætla að giftast mannin- um þínum!“ Þetta er spennandi saga, sem erfitt er að leggja frá sér. Sjö konur segja frá Þriðja sagan er svo Konurnar á Brewster Piace eftir Gloriu Naylor. Hún segir frá sjö konum, sem borist hafa hver með sínum hætti í þessa blindgötu, Brewster Place, í bandarískri stórborg; heim fárra valkosta Nr.: 1564 Fullt verð: 3.484 kr. Okkar verð: 1.950 kr. og endalausra vonbrigða. Uppruni þeirra er ólíkur, en allar eiga þær sér drauma, og þær standa saman gegn fjandsamlegu umhverfi og gegn þeirri grimmd, sem ör- birgð og vonleysi ala af sér. Nr.: 1565 Fullt verð: 838 kr. Okkar verð: 670 kr. Dagbókln hans Dadda Margur hefur skemmt sér vel yfir sjón- varpsþáttunum um Adiran Mole, sem byggðir eru á Dagbókinni hans Dadda eftir Sue Townsend. En það er jafnvel ennþá skemmtilegra að lesa bókina um þennan makalausa táning og hispurslausa hrein- skilni hans varðandi vandamál unglings á gelgjuskeiði. Fjölvi hefur gefið bókina út á íslensku, og hún hefur orðið fyrir valinu sem aukafélagsbók Veraldar að þessu sinni. Einlæg og hlægileg Þetta er skáldsaga, en bygging hennar er mjög óvenjuleg: dagbók, sem gerir það að verkum, að frásögnin verður í senn einlæg og hlægileg. Daddi á við ótal vandamál að stríða, sem stafa af því að hann er að þroskast og hætta að vera barn. Foreldrar hans skilja, það er gerð uppreisn í skólan- um, og hann verður ástfanginn í fyrsta sinn, af henni Pandoru. Frá öllu þessu segir hann dagbókinni sinni á smellinn og nýstárlegan hátt. Heimsathygli Höfundurinn, Sue Townsend, var ung og óþekkt fyrir fjórum árum, þegar þessi fyrsta bók hennar kom út. Hún fékk strax frábær- ar viðtökur og hefur nú aflað höfundi sínum heimsfrægðar á örskömmum tíma. Söng- leikur var sýndur um Adrian Mole í Lund- únum við mikla aðsókn, og sjónvarpsþætt- irnir um hann eru nú sýndir víða um heim. 6

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.