Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 13

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 13
Nr.: 1571 Fullt verð: 3.750 kr. Okkar verð: 2.850 kr. Fimm bækur í fallegu bandi Safn til sögu íslend- inga í Vesturheimi Aö vestan nefnist fimm binda safn til sögu íslendinga í Vesturheimi, sem Árni Bjarn- arson hefur tekiö saman, en hann hefur allt frá æskuárum reynt með ýmsum hætti aö efla samskipti milli Vestur-l’slendinga og heimaþjóðarinnar. Skjaldborg gefur verkið út, og Veraldar-félögum bjóðast nú þessar fimm bækur í fallegu bandi á aðeins 2.850 kr. Um 1200 blaðsíður Þetta ritsafn er um 1200 blaðsíður að stærð og er einstakt i sinni röð. Lesandinn fylgist með hetjusögu vesturfaranna allt frá því að þeir yfirgefa æskustöðvarnar hér heima og leggja á hið breiða haf í leit að framtíðarlandinu vestan Atlantsála, baráttu þeirra við ótal erfiðleika í lítt numdu landi meðal framandi þjóðflokka, hugðarefnum þeirra, lífstrú og skoðunum og ræktarsemi og hlýhug til gamla Fróns. Ævintýrið mikla Bindin fimm heita: Þjóðsögur og sagnir, Sagnaþættir Sigmundar M. Long, Sagna- þættir og sögur, Minningaþættir Guð- mundar i Húsey og Vestur-íslendingar segja frá. Með því að lesa þetta athyglis- verða ritsafn er hægt að kynnast rækilega ævintýrinu mikla um frændur okkar og vini í Vesturheimi, afrekum þeirra og örlögum, sem engan lætur ósnortinn. Jón Bjarnason frá Garðsvík varð snemma landskunnur fyrir snjallar lausavísur, en hér eru í boði tvær bækur eftir hann, sem hafa að geyma viðtöl og frásagnir: Fólk sem ekki má gleymast (1983) og Gott fólk (1984): Þingeyskt loft Árið 1974 kom fyrsta bókin frá hendi Jóns Bjarnasonar í Garðsvík, Þingeyskt loft hét hún og var safn af kvæðum og stökum. Svo vel var bókinni tekið, að tveim árum seinna kom framhald hennar Meira loft. Árið 1979 hóf Jón svo ritun endurminninga sinna í fjórum bindum og hétu þau Bændablóð, Hvað segja bændur nú, Bændur segja allt gott og Bændur og bæjarmenn. Nýr tónn í nýjustu bókunum tveimur kveður við nýjan tón hjá Jóni. Þar birtast frásagnir af ýmsum sem hann hefur kynnst á lífsleið- inni og viðtöl við skemmtilegt fólk; gott fólk, fólk, sem ekki má gleymast. Gott fólk sem ekki má gleymast Nr.: 1572 Fullt verð: 1.451 kr. Okkar verð: 995 kr. arnmtmm mmmmm 13

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.