Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 7

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 7
Ráð Jane Fonda hafa reynst lang best Nr.: 1566 Fullt verð: 850 kr. Okkar verð: 680 kr. Á okkar dögum er líkamsrækt sinnt af meiri áhuga en nokkru sinni fyrr. í fjölmiðlunum fjalla sérstakir þættir um hana, og alls kon- ar bækur um fegurð og hreysti hafa streymt á markaðinn. Sú þeirra, sem mest og lengst hefur selst, er Likamsrækt meö Jane Fonda - og hana býður Veröld nú aftur á vildarkjörum vegna fjölda áskorana. Æskilegt fæöi í bók sinni gefur Jane Fonda nokkur holl- ráð varðandi æskilegt fæði, og að margra dómi hafa þau reynst lang best. Þessar ráðleggingar eru einfaldar og augljósar; ekkert flókið megrunarfæði, heldur aðeins ábendingar um fitusnauðan og næringar- ríkan mat, sem alls staðar er hægt að fá. Á stofugólfinu heima Bókin samanstendur af skýrum, stuttorð- um texta og ótal myndum, þar sem Jane Fonda og aðstoðarstúlkur hennar sveigja sig og teygja. Fjallað er um hvern líkams- hluta fyrir sig á auðskilinn hátt, þannig að þeir sem vilja hlíta ráðum hennar þurfa ekki að leita ugpi leikfimikennara og leik- fimisal, heldur geta notast við stofugólfið heima. Sífelldar áhyggjur í formála bókar sinnar kemst Jane Fonda svo að orði: „Frá því ég man fyrst eftir mér voru allar konur, sem ég þekkti - mamma, vinkonur hennar, amma, barnfóstran mín og systir mín - sífellt að fjargviðrast yfir líkamsbyggingu sinni. Alltaf var eitthvað að, sem olli þeim áhyggjum: þrifleg læri, lítil brjóst eða breiður botn. Engin þeirra virtist ánægð með útlit sitt, og það átti ég bágt með að skilja, því að í mínum barns- legu augum voru þær alveg eins og þær áttu að vera.“ Heilbrigð skynsemi Og hún heldur áfram nokkru síðar: „Það var ekki fyrr en um þrítugt, þegar ég varð barnshafandi í fyrsta sinn, að ég fór að breyta um lífshætti. Eftir því sem barnið óx innra með mér, fór mér að verða Ijóst, að líkamann mátti ekki vanrækja. Ég gerði mér grein fyrir því, að með heilbrigðri skyn- semi, fræðslu og staðfestu gæti ég fundið nýja leið til hreysti og fegurðar... Ég ákvað að skrifa þessa bók, ekki vegna þess að ég telji mig neinn sérfræðing af guðs náð, heldur vegna þess að mig langar til að deila því, sem ég hef verið að bisa við að læra, með öðrum konum.“ 7

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.