Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 4
Kæru félagsmenn! Ég vil byrja á því aö bjóöa velkomna þá fjölmörgu sem gengið hafa í klúbbinn upp á síðkastið, en þeir skipta hundruðum. Það er von mín, að þeir eigi eftir að kunna vel við sig í Veröld og muni komast að raun um, að þar er hægt að spara þús- undir króna. Mánaðarbókin nú i október er Draumaráðningabókin, sem Þóra Elfa Björnsson hefur tekið saman. Þetta er athyglisverð bók sem veitir svör við þúsundum spurninga um merkingu drauma og vonandi hafa margir áhuga á henni. Aukatilboðin eru mörg að þessu sinni og verðið á mörgum þeirra einstaklega lágt. í bókapakkanum eru til dæmis þrjár góðar skáldsögur um konur og eftir konur; allt nýlegar bækur, sem vakið hafa verðskuld- aða athygli. Ritsafnið Að vestan eru fimm sérlega áhugaverðar bækur í fallegu bandi. Fyrir unnendur myndasögubóka bjóðum við þrjár bækur um hetjuna Frank, og fyrir yngstu krakkana skemmtilegar barnabækur um Olla, Polla og Alla. Bókin Furður og fyrirbæri ætti að gleðja alla þá mörgu, sem lásu Mið- ilshendur. Tvö fyrstu bindin af Ver- aldarsögu Fjölva eru nú í boði, en börn á öllum aldri hafa bæði gagn og gaman af því verki. Tvær nýjustu bækur Jóns Bjarnasonar frá Garðs- vík, sem fjalla um gott fólk og fólk sem ekki má gleymast, eru hvort tveggja í senn skemmtilegar og fróðlegar bækur - og þannig mætti lengi telja. Með bestu kveðjum, V^vvtVv.V' Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri Það er gott að lesa léttmeti í rúminu — segir vinningshafi Veraldar á Akureyri Jæja, þá er komið í Ijós hver hreppti hinn stórglæsilega Technics-geislaspilara frá Japis. Dregið hefur verið í júlí-getrauninni, og hin heppnu eru hjónin Svandís Stef- ánsdóttir og Einar Fr. Malmqvist, en þau eru búsett á Akureyri. Hittist vel á Þegar við hringdum til þeirra og sögðum gleðitíðindin, var Svandís heima og varð bæði undrandi og glöð. „Það hittist svei- mér vel á,“ sagði hún. „Gamli plötuspilar- inn okkar er einmitt farinn að gefa sig. Við höfum reyndar aldrei átt ýkja stórt plötu- safn, en nú getum við farið að safna geisladiskum. Ég hlakka til að kynnast þessum nýju og fullkomnu hljómgæðum og hef mikið heyrt af þeim látið.“ Margs konar bækur Við spurðum Svandísi hvort þau hjónin læsu mikið af bókum og hvers konar bæk- ur féllu þeim best. „Við höfum staðið í hús- byggingu að undanförnu og þess vegna haft minni tíma til lestrar en venjulega. Mér finnst mjög gott að lesa eitthvert léttmeti í rúminu á kvöldin áður en ég sofna. Annars lesum við margs konar bækur, bæði skáld- verk og fræðibækur." Tecnics-geislaspiiarinn frá Japis. Hæg heimatökin Þau hjónin hafa búið á Akureyri um sautján ára skeið og una hag sínum hið besta. Þau eiga fimm börn og flest upp- komin; hiö elsta 25 ára, en hið yngsta 15 ára. Þegar við óskuðum Svandísi og manni hennar til hamingju með vinninginn og kváðumst senda geislaspilarann í pósti, varð henni að orði: „Það hittist líka vel á. Ég vinn einmitt á pósthúsinu, svo að það verða hæg heimatökin að nálgast gripinn, þegar hann kemur.“ Frá Akureyri (Ljósmyndari: GunnarS. Guðmundsson). 4

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.