Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 10

Okkar á milli - 01.10.1987, Blaðsíða 10
FYRIR YNGSTU BÖRNIN Fjórar mynda- bækur um Olla, Polla og Alla Fyrir yngstu börnin býöur Veröld spánnýjar myndabækur frá Iðunni um kumpánana Olla nashyrning og félaga hans, Polla og Alla. Höfundurinn er Mauri Kunnas, en Þorsteinn frá Hamri hefur þýtt textann á íslensku. Bækurnar heita Ferðin til tunglsins, Litrikur dagur, í sjónvarpinu og Reikningsveisla. Þeir félagar lenda í hinum ótrúlegustu ævintýrum, sem sagt er frá í stuttum texta og stórskemmtilegum teikningum. Þeir syngja í sjónvarpinu, þjóta í geimflaug til tunglsins og bjóða frændfólki sínu til veislu á þjóðhátíðardegi nashyrninga. ímyndun- araflinu er gefinn laus taumur, svo að allt er mögulegt - og það þykir öllum krökkum skemmtilegt. Nr.: 1567 Fullt verð: 1.192 kr. Okkar verð: 953 kr. Á slóðum manna 09 laxa Nr.: 1568 Fullt verð: 1.094 kr. Okkar verð: 875 kr. Að loknu bærilegu laxveiðisumri er gott að taka sér í hönd bókina Á slóðum manna og laxa eftir Hallgrím Jónsson frá Laxamýri, en hann er sonur Jóns H. Þorbergssonar, hins kunna bændahöfðingja og merkis- manns. Saga höfuðbólsins f bókinni er rakin saga höfuðbólsins Laxa- mýrar í Suður-Þingeyjarsýslu og greint frá Laxamýrarmönnum bæði að fornu og nýju, en inn í frásögnina fléttast síðan margs konar atvik og atburðir. Mjög margt fólk kemur við sögu og slóðir þess og örlög eru rakin víða um land. Stangveiðar í Laxá Frásagnir eru einnig af slysförum, voveif- legum atburðum og reimleikum. Fjallað er um laxakistuveiðar og stangveiðar í Laxá í Aðaldal og getið kunnra veiðimanna. Þá eru frásöguþættir af þingeyskum Ijóða- smiðum, skyggnst um í réttum og sagt frá daglegu lífi í sveitum. 10

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.