Okkar á milli - 01.10.1987, Qupperneq 5

Okkar á milli - 01.10.1987, Qupperneq 5
A vinnustofu sinni í Breiðholti Viö brugðum okkur upp í Breiðholt og tók- um mynd af Erni Þorsteinssyni, myndlist- armanni, en verðlaunin í október-getraun- inni eru tvær grafíkmyndir eftir hann. Örn hefur stóra vinnustofu á heimili sínu að Tjarnarseli 4 og stundar þar list sína, en flestir nágrannar hans eru líka listamenn. Við nám í Stokkhólmi Örn Þorsteinsson erfæddur28. apríl 1948 og hefur haldið 5 einkasýningar og tekið þátt í um 60 samsýningum bæði heima og erlendis. Hann var nemandi í Myndlista- og handíðaskólanum 1966-71, enstund- aði síðan framhaldsnám við Listaakademi- una í Stokkhólmi. Hann var formaður SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna, í þrjú ár, og fyrir fjórum árum stofnaði hann Gallerí Grjót við Skólavörðustíg ásamt Jónínu Guðnadóttur, Magnúsi Tómassyni, Ófeigi Björnssyni, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Samvinna við Thor Verk eftir Örn Þorsteinsson eru nú í flest- um listasöfnum hér á landi, og hann hefur skreytt nokkrar opinberar byggingar. Einn- ig hefur hann orðið kunnur fyrir samvinnu sína við Thor Vilhjálmsson rithöfund, en þeir hafa unnið saman bæði bækur, möppu og sjónvarpsmyndina Ljóðmynd, sem sýnd hefur verið bæði hér heima og erlendis. Tvö íslensk grafíkverk í verðlaun Október- getraunin Þeir sem greitt hafa gíróseðla sína 10. nóvember og senda okkur svarseðilinn fyrir þann tíma geta tekið þátt í getrauninni okkar. Við drögum um nýjan vinning í hverjum mánuði, og í þetta sinn eru verð- launin tvær íslenskar grafíkmyndir eftir Örn Þorsteinsson mynlistarmann. Og spurn- ingin er lauflétt eins og venjulega: Frá hvaða landi eru glösin, sem þú getur feng- ið ókeypis, ef þú útvegar nýja félagsmenn í Bókaklúbbinn Veröld? wmmm 5

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.