Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 61
59
Saga ábendingarfomafnsins sjá
sé mjög langt á veg komin. Forvitnilegt væri að skoða hversu lengi
myndin þenna hélst í málinu eftir 16. öld, en það verður ekki gert
nema að mjög takmörkuðu leyti hér.
I söfnum OH eru níu dæmi um myndina þenna. Öll eru þau úr rit-
Urn frá miðri 19. öld eða enn yngri ritum. Þetta eru þá vísast dæmi um
lærða notkun, ekki síst í ljósi þjóðemisvakningar 19. aldar, og þeirrar
aðdáunar á öllu gömlu sem fylgdi í kjölfarið. Menn áttu þá til að taka
UPP fornar orðmyndir, a.m.k. í riti.24
Af þessu verður því ekki séð hversu lengi myndin þenna hélst í tal-
máli, en gera mætti ráð fyrir að hún hafi verið horfin úr daglegu tali
Urn 1600. Breytingin þenna —> þennan er komin svo langt á veg í Guð-
brandsbiblíu að myndin þenna hefur varla tíðkast lengi eftir 1584.
4-5 Breyting 4\ þetta —> þettað
Síðasta breytingin á beygingu fomafnsins sjá er þetta —> þettað í nf. og
Þf-hk.et. Hún er frábmgðin hinum breytingunum að því leyti að hún
hefur ekki náð að festa sig í sessi í málinu eða er enn að breiðast út. Að
Himnsta kosti kemur stundum fyrir að fólk standi í þeirri trú að mynd-
ln ..eigi að vera“ þettað, en verði oftast þetta sökum óskýrmælis.
I OH em alls 13 dæmi um orðmyndina þettað, og elsta dæmið er
Ur bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar (1597-1656). Fmmrit bréfa-
bókarinnar er glatað, en til er afrit frá síðari hluta 17. aldar. Skrifarar
eru ýrosir, en talið er að öll bókin hafi verið skrifuð í biskupstíð Gísla
horiákssonar, sonar Þorláks biskups (Bréfabók Þorláks biskups Skúla-
s°nar 1979:xxii-xxiii). Myndin þettað getur því verið kynslóð yngri
en Þorlákur og mið 17. öld kann að vera upphafstími breytingarinnar
Þetta -^þettað. Næstelsta dæmið um myndina þettað í OH er úr hand-
ritinu JS 496, 8vo. Þar segir (bls. 315-316):
Meðal þess sem menn á 19. öld tóku að beygja að fomum hætti vom eignar-
ornöfnin okkarr, ykkarr og yð(v)arr (sbr. Katrínu Axelsdóttur 2002:141-142). Þessi
°möfn vom þó horfin úr málinu á 17. öld. Tvítala, sem hvarf að mestu á 17. öld, var
StUndum notuð af lærðum mönnum á 19. öld, og þá var einnig stundum gerður grein-
arniunur á œ og * en þau hljóð féllu saman á 13. öld (Helgi Guðmundsson
/-:! 08— 110). Hér að framan (4.1) kom fram að til em dæmi um hinar fomu mynd-
nþvísa og þeima frá 19. og 20. öld.