Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 88
86
Margrét Jónsdóttir
(11) 1 ljá, láta af hendi gegn skilum eða endurgreiðslu > lána e-m
e-ð fá/taka e-ð að láni hjá e-m
2 veita > e-m er lánað e-ð ÓP e-m er veitt e-ð (einkum um hæfi-
leika eða heppni í starfi) / engum er allt lánað
3 ! ? taka (fá) að láni > lána e-ð hjá e-m
Óhætt er að fullyrða að almennasta notkunin er sú sem lýst er í lið
1. í þeirri merkingu telst lána til gjafasagna skv. flokkun Kristínar M.
Jóhannsdóttur (1996:20-21 [í viðauka]) sem áður hefur verið minnst
á (sbr. 3.1) og um þá notkun eru dæmi frá ýmsum tímum. Dæmin í
(12) eru úr ritmálsskrá Orðabókar Háskólans:14
(12)a. med þeim lx dplum er Biskupinn mier láánadi og mijn hand-
skript uppa hliodar. (BréfabGÞ, 496, 16s (1600))
b. Enga bók má bókavörður lána út um lengri tíma en 8 vikur.
(Þjóð 1854, 205, 19m)
c. Bóndinn [[...]] Iánaði Höllu fúslega allskonar skemti- og
fræðibækur. (JTrRit I, 218, 20f)
d. Sú hjálp að lána bláfátækum ungmennum skólagjaldið að
meira eða minna leyti, var ómetanleg. (KonSkrif, 184, 20s)
Mörg dæmi eru einnig um að sögnin lána sé notuð í merkingunni
‘fá lánað’. Það votta dæmin í (13) sem tekin eru orðrétt úr hópi fjöl-
margra dæma í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.15 Elsta dæmið er frá
miðri 18. öld:
14 Aldursmerkingar dæma úr ritmálsskrá Orðabókar Háskólans (OH) eiga við
aldarþriðjung: 17s táknar þannig síðasta þriðjung 17. aldar, 17f vísar til fyrsta þriðj-
ungsins en 17m til miðbiks aldarinnar. Skammstafanir heimilda eru skýrðar í heim-
ildaskrá. Tekið skal fram að öll dæmi úr ritmálsskrá OH birtast hér óbreytt nema að
því er varðar leturbreytingar til glöggvunar.
15 Dæmin í ritmálsskrá OH eru úr ritum frá 1540 allt til loka síðustu aldar. Þau eru
úr textum af ýmsum toga. Ekki er þó hægt að líta svo á að textamir endurspegli algjör-
lega málnotkunina á hverjum tíma, að ritmálið endurspegli talmálið. Ástæður þess eru
fjölmargar. Ein er m.a. sú að fjöldi texta og eðli þeirra er breytilegt frá einum tíma til
annars. Því ber að taka öllum niðurstöðum með ákveðinni varúð, líka þeim er varða
dæmin um lána. Fjöldi dæma í þeirri merkingu sem fram kemur í (13) vekur óneitan-
lega ákveðna undrun. í framhaldi af þessu er eðlilegt að vísa til greinar Eiríks Rögn-
valdssonar (1998) þar sem hann ræðir um ýmis álitamál í setningafræðilegri heimilda-
túlkun, t.d. hvemig túlka beri mikinn dæmafjölda.