Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 140
138
Margrét Jónsdóttir
dönsku þjóðlífi. Hún kunni fjölmörg tungumál, m.a. íslensku, eins og
lesa má í Dansk kvindebiografisk leksikon (2001:375-376). Engin leið
er að meta hver hlutur hennar í bókinni er, hvort hann t.d. tengist til-
teknum köflum eða efni. Sjálf skrifaði Ingeborg kennslubækur í dönsku
fyrir útlendinga.5 Grundvallarmunur er á dönsku bókunum og þeirri
íslensku og varðar hann málfræðilega umfjöllun. í eldri dönsku bók-
inni er engin málfræði en í þeirri yngri örlítil beygingarfræði. í PLIN
er málfræðin hins vegar í fyrirrúmi. Þessi munur á dönsku bókunum
og þeirri íslensku helgast þó ef til vill af eðli tungumálanna að ein-
hverju leyti.
PLIN kom fyrst út 1943 en var síðar endurprentuð í tvígang.6 Það
bendir til þess að hún hafi verið mikið notuð. Hún skiptist í fimm
kafla: samtalskafla, málfræði (og hljóðfræði), æfingar, leskafla og
orðalista. I því sem hér fer á eftir verða efnissvið bókarinnar skoðuð
og fjallað sérstaklega um hvert svið (en ekki einstaka kafla í heild) eft-
ir því sem hægt er.7 Reynt verður að skoða bókina með hliðsjón af
kennslubókum í íslensku fyrir útlendinga og öðrum bókum um ís-
lensku, einkum þeim sem höfundar gátu stuðst við eða komu út um
svipað leyti og PLIN, en jafnframt gerð tilraun til að leggja mat á gildi
bókarinnar fyrir nútímann. Nokkur samanburður verður við íslensk-
danska orðabók að því er varðar orðaforðann.
1. Bókarefnið
í þessum kafla verða efnissvið bókarinnar skoðuð eitt af öðru og metin
í ljósi síns tíma.
5 Sjá Stemann 1929 og Stemann og Nissen 1969.
6 Eins og lesa má í formálum útgáfanna frá 1953 og 1959 þá voru gerðar örlitlar
breytingar frá fyrstu útgáfunni sem var tæplega 300 bls. Þær síðari voru örlitlu lengri;
önnur útgáfan vegna þess að orðalistinn sem efninu fylgir var settur á ný en í þeirri
þriðju var bætt við efni um flug og samgöngur í samtalskaflann, sbr. formálsorð. Það
var greinilega gert til að færa bókina nær samtímanum.
7 Markmið þessarar greinar er ekki að skrifa ritdóm um sextíu ára gamla bók, enda
væri sá dómur nokkuð seint á ferðinni. í staðinn verður efni bókarinnar skoðað í sögu-
legu ljósi sem kennsluefni fyrir útlendinga, einkum með það í huga að bera það að
öðrum störfum Sigfúsar og samtíma hans. Erfitt er þó að sneiða hjá því að greinin hafi
nokkum ritdómsblæ.