Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 178
176
Ritfregnir
Leiðbeiningar og bankastarfsemi
Ingibjörg Axelsdóttir og Þórunn Blöndal. 2002. Handbók um ritun og frágang.
7. útgáfa. Iðunn, Reykjavík. 121 bls.
Orðabanki íslenskrar málstöðvar, http://www.ismal.bi.is/ob/
Málfarsbanki fslenskrar málstöðvar, http://www.ismal.hi.is/malfar/
Ingibjörg og Þórunn gáfu handbók sína fyrst út árið 1988 og sú staðreynd að nú er
komin sjöunda útgáfa af henni sýnir að henni hefur verið tekið vel, enda er fyllsta
ástæða til. Höfundar hafa líklega upphaflega séð þörfina fyrir Handbókina í störfum
sínum sem kennarar og sumt í efnisþáttum hennar og efnistökum virðist ennþá eink-
um ætlað skólafólki. I formála segir líka að bókin hafi verið „notuð víða í framhalds-
skólum og háskólum auk þess sem hún hefur verið notuð á námskeiðum um ritun og
frágang efnis“. En vegna þess að bókin er að verulegu leyti sett fram í handbókarformi
getur hún nýst hvetjum sem er. Það á einkum við síðustu kaflana, en þeir fjalla m.a.
um skammstafanir og greinarmerki, ólíkar gerðir heimilda, tilvitnanir og tilvísanir í
heimildir og heimildaskráningu. Þar eru mjög fjölbreytt og gagnleg dæmi — reyndar
enn fleiri en áður. í þessari nýjustu útgáfu hefur líka verið bætt inn þörfum ábending-
um um meðferð heimilda af Netinu og mat á þeim. Þetta gerir bókina nánast ómiss-
andi handbók fyrir þá sem fást við hvers konar ritstörf og frágang texta.
Orðabankinn hefur verið starfandi (eða opinn) síðan 1997 á vegum Islenskrar mál-
stöðvar en þá hafði undirbúningurinn staðið alllengi. Mikið munaði um styrki frá
Lýðveldissjóði, Málræktarsjóði og Mjólkursamsölunni á lokasprettinum.
Sum orðasöfnin sem bankinn hann geymir standa á býsna gömlum merg. I hon-
um eru nú yfir 40 orðasöfn sem varða eftirtalin svið:
bfla, byggingarlist, eðlisfræði, efnafræði, endurskoðun, erfðafræði, flug, fundi,
gjaldmiðla, hagfræði, háplöntur, iðjuþjálfun, jarðfræði, landfræði, líffræði, lækn-
isfræði, mat, málffæði, málmiðnað, nytjaviði, nýyrði, ónæmisfræði, plöntuheiti,
raftækni, ríkjaheiti, sálarfræði, sjávardýr, sjávarútvegsmál, sjómennsku, stjóm-
málafræði, stjómsýslu, stjömufræði, timbur, tækni, tölfræði, tölvur, umhverfis-
fræði, uppeldisfræði, upplýsingafræði, veður, verkefnastjómun, vélfræði, þýð-
ingafræði
Af þessari upptalningu má sjá að efnið er ótrúlega fjölbreytt. Orðasöfnin era af ýms-
um gerðum og á ólíku vinnslustigi. Sum innihalda erlendar samsvaranir fræðiheita en
önnur ekki, sum era nánast fullunnin en önnur á vinnslustigi. Þrátt fyrir þetta eru þau
öll gagnleg í núverandi formi og óhætt að hvetja alla til að nýta sér þau. Nú mun vera
unnið að því að gera orðasöfnin aðgengilegri og nýtanlegii fyrir þá sem áhuga og þörf
hafa á, m.a. með stuðningi frá tungutækniverkefni Menntamálaráðuneytisins.
Málfarsbankinn er aftur á móti meiri nýjung í starfi Málstöðvarinnar, en hann var
formlega opnaður 30. maí 2002. Málstöðin hafði m.a. notið styrkja úr Lýðveldissjóði