Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 179
Ritfregnir
177
og Málræktarsjóði til að stofna bankann. Efnið í Málfarsbankanum á rót sína að rekja
til leiðbeininga um málnotkun sem íslensk málstöð hefur gefið, en eitt af hlutverkum
Málstöðvarinnar er að veita málfarsráðgjöf í samræmi við lög um íslenska málnefnd.
Málstöðinni berast jafnan mjög margar fyrirspumir um mál og málnotkun og úrlausn-
um hefur lengi verið haldið til haga. Þegar Málfarsbankinn var opnaður vom um 7000
flettugreinar í honum en þeim hefur áreiðanlega fjölgað mikið síðan þar sem árlega
berast yfir 2000 fyrirspumir til Málstöðvarinnar. Svör við slíkum fyrirspumum em
lögð inn í bankann og verða aðgengileg þar.
Sá sem vill leita málfarsleiðbeininga í bankanum slær inn leitarorð sem varðar
eitthvert álitaefni og þá birtast málfarsleiðbeiningar sem tengjast því orði ef þær er að
finna í bankanum. Leiðbeiningamar miðast jafnan við „málnotkun sem almennt er tal-
in við hæfi í hefðbundnu íslensku ritmáli og vönduðu talmáli“, eins og segir á heima-
síðu bankans, enda virðast þeir sem leita til Málstöðvarinnar yfírleitt hafa þess háttar
málsnið í huga. Ef engar leiðbeiningar finnast í bankanum sem varða leitarorðið er
notanda boðið að senda málstöðinni fymspum. Með þessu móti em málnotendur ekki
háðir því að ná til Málstöðvarinnar á venjulegum skrifstofutíma heldur geta þeir leit-
að sér leiðbeininga á hvaða tíma sólarhrings sem er — og hvaðan sem er í heiminum
ef þeir hafa aðgang að Netinu.
Ritstjóri
Tvö tímaritshefti og ein árbók
Málfregnir. 21. hefti, 12. árgangur, 2002. Ritstjóri Ari Páll Knstinsson. Útgef-
andi íslensk málstöð, Reykjavík. 63 bls.
Són, tímarit um óðfræði. 1. hefti, 2002. Ritstjórai- og útgefendur Kristján Eiriks-
son og Þórður Helgason. Reykjavík. 103 bls.
Nordisk Sprogteknologi 2002. Árbók norræna rannsóknaverkefnisins „Nordisk
sprogteknologisk forskningsprogram 2000-2004.“ Ritstjóri Henrik Holmboe.
Museum Tusculanums forlag, Kaupmannahafnarháskóla, Kaupmannahöfn. 436
bls.
Málfregnir geyma að þessu sinni sex greinar sem varða málrækt og málstefnu á einn
eða annan hátt. Sumar þeirra eiga rót sína að rekja til ráðstefnuerinda á vegum ís-
lenskrar málnefndar. Ari Páll Kristinsson skrifar greinina „Málrækt: hvemig, hvers
vegna?“, en hún hefur áður birst í Lesbók Morgunblaðsins. Þetta er lýsing á íslenskri
málstefnu og nokkur samanburður við málstefnu annarra þjóða. Benedikt Jóhannes-
son skrifar greinina „Vefst íslendingum tunga um tönn í viðskiptum?" en greinin á rót
sína að rekja til erindis sem höfundur flutti á málræktarþingi á degi íslenskrar tungu
2002. Annað erindi frá sömu ráðstefnu er birt í heftinu, en það er erindi Þorvaldar
Gylfasonar „Hvers virði er tunga sem týnist?“ Hjördís Björk Hákonardóttir skrifar
greinina „Lagamálið: tæki valds og réttlætis", en sú grein er að stofni til erindi sem
A