Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 181

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 181
Ritfregnir 179 Þrjú norræn ráðstefnurit Frœndafundur 4. Smáþjóðamenning í alþjóðasamfélagi. Fyrirlestrar ffá færeysk- íslenskri ráðstefnu í Þórshöfn 18.-19. ágúst 2001. Ritstjórar Turið Sigurðardótt- ir og Magnús Snædal. Föroya Fróðskaparfelag, Þórshöfn, 2002. 186 bls. Nordisk dialektologi. Ritstjórar Gunnstein Akselbergi Anne Marit Bpdal og Helge Sandpy. Novus, Osló, 2003. 575 bls. Mcdbryting 5. Skrifter frá prosjektet Talemálsendring, Noreg. Ungdom og sprák. Ritstj. Gunnstein Akselberg. Nordisk institutt, Universitetet i Bergen, Bergen. 267 bls. Frœndafundur 4 var helgaður sérstöku þema eins og fram kemur í heiti ráðstefnurits- ins. Þessir sameiginlegu fræðafundir Færeyinga og íslendinga hafa verið haldnir þriðja hvert ár, í Reykjavík og Þórshöfn til skiptis, og hafa löngum haft þverfaglegt yfir- bragð. Svo var einnig nú. Þetta hefur þann kost að efhið getur höfðað til margra en aftur á móti þann galla að tiltölulega fáir hafa kannski áhuga á öllum fyrirlestrunum hverju sinni. Fyrirlestramir hafa jafnan verið fluttir á íslensku og færeysku og oft í pörum þannig að einn íslenskur fræðimaður og annar færeyskur fjalla um hliðstæð efni. Þeir fyrirlestrar sem að þessu sinni snertu málleg eða málfræðileg efni voru eink- um fyrirlestur Gauta Kristmannssonar um þýðingar meðal smáþjóða og samsvarandi fyrirlestur Jákups í Skemmuni. Þá flutti Jógvan í Lon Jacobsen fyrirlestur sem hann nefndi „Fproyskt í alheimsgerðini“ og fjallaði um vanda færeysku sem smámáls í al- þjóðavæðingu samtímans. Þar tekur hann m.a. dæmi um tökuorð og þann vanda sem felst í því að velja slfkum orðum hæfilegan búning í framburði, beygingum og staf- setningu. Hér má t.d. nefna að í dönsku (og jafnvel þýsku) er býsna algengt að ensk orð eru tekin inn í málið með viðeigandi fleirtölubeygingu (þ.e. -s) og það má finna dæmi um þetta í færeysku (t.d. að parties sé notað sem fleirtala) þótt þau séu líklega mjög fá enn sem komið er. Meira er um ensk áhrif á orðalag og svo auðvitað á orða- forðann sjálfan, þótt Færeyingar hafi reyndar löngum verið iðnir við að smíða ný orð og virðist, samkvæmt nýlegri könnun, almennt telja það þarfa iðju. Aðrar greinar fjalla svo t.d. um þjóðemisvitund, menningarsamskipti, bókmenntir, fiskveiðistefnu, ferða- þjónustu og byggðaröskun, þannig að ljóst má vera að þetta ráðstefnurit er í raun og vem þverfaglegt. Nordisk dialektologi er safn fyrirlestra frá sjöundu norrænu mállýskuráðstefnunni, en hún var haldin í ágúst 2002 í Voss í Noregi. í formála kemur fram að 78 þátttakendur hafi verið á ráðstefnunni, frá öllum Norðurlöndum og Þýskalandi og Bretlandi að auki. Alls vom fluttir 46 fyrirlestrar á ráðstefnunni, þar af fimm fyrir allan hópinn (n. hovudinnlegg) en annars var hópnum yfirleitt skipt í þrennt þannig að þrír fyrirlestr- ar vom fluttir samtímis. Almennu fyrirlestramir áttu einkum að fjalla um svæðis- bundnar mállýskur (n. regionalisering) og þar fluttu Kristján Ámason og Höskuldur Þráinsson yfirlit byggt á verkefninu „Rannsókn á íslensku nútímamáli“ (greinin er á dönsku í ritinu og nefnist „Fonologiske dialekttræk pá Island: Generationer og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.