Safnaðarblaðið Geisli - 01.05.1955, Side 3

Safnaðarblaðið Geisli - 01.05.1955, Side 3
■X. ÁRGANGUR. APRÍL - MAÍ 1955. 4.-5. TOLUBLM). »H8 ^ G, 8^ 3, FII G I ÞÉR. 11 "Og eftir þetts. fór Jesús "burt og sé þs toll- heimtumann, að nafni Leví, sitja hjá tollhúðinni, og sagði við hannt Rylg þú mér. Og hsnn yfirgaf allt, stóð upp og fylgdi honum". (Lúk. 5,27-28). Jesús er á ferð. Orðrómurinn um hann hefir bor- ist víða. Sennilegt er, að Leví Alfeussyni hafi að einhverju leyti verið kunnugt um kenningu hans og krsftaverk. En þegar Jesús segir við hann: Eylg þú már, er það mjög líklegt, að hinn sterki persónuleiki Jesú Krists hafi mestu ráðið um þá skjótu ákrörðun Levís að fylgja honum. Rrammi fyrir toll- heimtumanninum stendur sá sterkasti persónuleiki, sem hann hefir nokkru sinni fyrir hitt. Alvöruþunginn í þessum fáu •rðum hefir bau áhrif á Leví, að hann fær ekki staðist gegn honum. jÞað fylgir máttur máli þessa unga farandprédikara og krafteverkamanns frá Nazaret. Levi barf einskis að spyrja. Hann þerf ekki loforð um "gull og græna skóga", eins og vér eigum svo mjög að venjest, þegar um það er að ræða að fylgja einhverjum einstaklingi eða flokki að málum. Þó að atvik það, sem frá er sagt í guðspjalls- frásögunni, snerti aðeins vissan mann, eru það milljonir manna á liðnum öldum, sem hafa orðið að taka samskonar á- kvörðun og Leví Alfeusson. Því að orð Jesú Krists eru sí- gild og enginn kemst hjá þvi að taka afstöðu til^ þeirra, sem einu sinni hefir komist í kynni við kristindóminn. Og milljónir msnna hafa kosið að fylgja Jesú Kristi, Jesús sagði: ,rÉg er vegurinn, sannleikurinn og lifið", Hinir kristnu hafa kosið aö fylgja þessum vegi. Og þótt sá vegur hafi reynst mörgum erfiður, hefir hann reynst öllum' gæfuvegur. Jesús er sannleikurinn. Hann sýnir oss, hvernig vér erum og hvernig vér eigum aðvera. Hann se^ir •ss afdrátterlaust sannleikann um synd vore og hvernig vér eigum að hreyta gsgnvart Guði og mönnum, Jesús er lifið. Hann afmáði^dauðann og gaf *ss von eilífs lífs með kærleiks' fórn sinni á krossinum, Þennig veitir hann þeim,sem fylgja honum, auðæfi, sem meira virðí eru en öll veraldleg metorð og völd. Þau auðæfi vsrða sálina. "Því að hvað s.toðar það manninn, að eignest allen heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?" Það er sjá.lf eilífðin, sem Jesús hefir gefið hverjum þeim, sem fylgir honum, Hann hefir kennt oss, að handan landamæra llfs og dauðe hiði vor algóður Guð, faðir vor. Vér séum því oll systkin, hörn hins sama föður. - Jesús talar til vor ^llra: Systir, hroðir, fylg þu mer. Með fögnuði svara millj- onirnar: Jesus Kristur, frelsari og hróðir, ég kýs að fylgja þer, - Megi þessi hví tasunnuhátíð verða til þess, að vér tök- um akvorðunine og getum tekið undir sva.r milljónanna og sagt af hjarta: "Rús eg, Jesus, fylgi þér".

x

Safnaðarblaðið Geisli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.