Íslenzk tunga - 01.01.1964, Side 150
148
HREINN BENEDIKTSSON
þá verið 40—41 lína á þeirri síðu og blaðið þá sennilega verið um
25—26 cm. á hæð.
Ekki er til nægilega líkur hliðstæður texti, til að gizkað verði á
upphaflega stærð fyrra blaðsins, og svo er og um bæði blöðin í nr. X.
A fyrra blaðinu í nr. X eru nú 40 línur á síðu. Það er 18.9 cm. á
breidd, þar sem það er breiðast. Mest hæð þess nú er tæpir 23 cm.
Miðað við, að ekki vanti nema svo sem eina línu hvorum megin á
þetta blað, er því vel hugsanlegt, stærðarinnar vegna, að bæði brotin
séu úr sömu bók.
Á línulengd er þó smámunur. í nr. X er hún 14.0—14.7 cm., en
í XXXIII 14.4—15.6 cm., enda spássíur yfirleitt stærri í nr. X.
Á báðum brotunum eru upphafsstafir og fyrirsagnir í rauðum lit.
Dæmi eru einungis á annarri síðu í hvoru brotinu, þar sem sögu-
skipti eru. Þessi rauða skrift er nú nokkuð ógreinileg, einkum fyrir-
sagnirnar, en þó er greinilegt, að sami rauði liturinn er á báðum
brotunum, og á meginmáli er og sami bleklitur á báðum. í upphafi
hefur blekið verið alldökkt, næstum svart. Þannig er það enn á ytra
hluta annarrar síðu í nr. XXXIII, en það blað hefur verið brotið
saman (og vafalítið ásamt öðru áföstu blaði verið haft utan um
bók). En víðast hvar er blekið upplitað og er nú brúnleitt, sums
staðar Ijósbrúnt að lit.
Að öllu þessu athuguðu má telja nokkurn veginn öruggt, að brotin
séu bæði úr einni og sömu bók, sem á hafa verið heilagra manna
sögur.
Háskóla íslands,
Reykjavík.