Íslenzk tunga - 01.01.1964, Síða 155

Íslenzk tunga - 01.01.1964, Síða 155
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR IV 151 kynni að koma í hug, að hér væri um tökuorð að ræða, en ekki er sjáanlegt, hvaðan það ætti að vera runnið. Eins mætti hugsa sér, að orðið væri forn arfleifð og í ætt við fsæ. eter-billa ‘graftrarkýli’ eða (1. byld ‘kýli, kaun’, og yrði þá að gera ráð fyrir svipaðri merkingar- þróun og í kvk-orðinu kveisa. En tómt mál er að tala frekar um það, þar sem alla milliliði vantar. Humbaldi I rituðu orðasafni frá því um 1830 (Lbs. 220 8vo) segir svo: „liumbaldi a. m. klápur, meis 2) þröskuldur, vox suspecta.“ A. m. táknar hér austanmál, en vox suspecta, að orðið sé grunsamlegt eða ótryggt. Austanmál er annars í þessu riti og ýmsum öðrum nokkuð vítt og óljóst hugtak og getur jafnvel átt við málfar á öllu svæðinu austan Hellisheiðar og til Austfjarða, svo að erfitt er að staðsetja orð nákvæmlega eftir þeirri nafngift. Ég spurði um þetta orð í útvarpsþættinum um íslenzkt mál, en lengi vel barst ekkert jákvætt svar. Þó kom þar, að Skagfirðingur einn tj áði mér, að norðlenzkir hákarlamenn hefðu haft eftirfarandi klausu eftir húsfreyju einni á Hornströndum, er þeir lentu þar og þágu beina: „Hengdu þig niður á humbaldann og hakkaðu í þig lepruna með fleðunni.“ Lepra merkir hér líklega þunnt skyr, en fleða grunnan matarspón, og af samhenginu er sennilegast, að orðið hum- baldi eigi við rúmbálk. Löngu síðar bárust mér svo nánari fregnir af þessu orði. Grímseyingur heyrði ísfirðing einn ættaðan innan úr Djúpi taka svo til orða um son sinn, er þar bjó: „Hann húkir á hum- baldanum með það“, og átti þá við, að hann hefði í hyggju að húsa bæ sinn, en það hefði dregizt og verkið væri enn ekki hafið. Taldi heimildarmaður minn, að humbaldi í þessu sambandi mundi frekast merkja þröskuld og orðatiltækið lyti þá að því, að viðkomandi húkti á þröskuldinum og gæti ekki ráðið við sig, hvort hann ætti heldur að fara út eða inn. Ekki er það þó öruggt, með því að merkingin ‘rúm- bálkur’ gæti fullt eins vel komið til greina. Þá fékk ég og fregnir af því, að í Skagafirði þekktist þetta orðasamband líka, en í örlítið breyttri mynd: það hangir á humbaldanum ‘það stendur tæpt, er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.