Íslenzk tunga - 01.01.1964, Page 157

Íslenzk tunga - 01.01.1964, Page 157
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR IV 153 málum, með því að no. máll. kjelsa f. ‘grófgerð, stór og sterkleg kona’ er talið leitt af karl (< *kerlsa). Líklega er kelsi í ætt við sæ. máll. kylsa ‘klasi, gúlpur, felling’, kolsog ‘gúlpandi (um klæðnað)’, ísl. klasi o. s. frv. Orðið hrognkelsi, no. máll. rognkjplsa, er tíðast talið til orðið úr *hrognkerlsi og leitt af hrognkarl ‘rauðmagi’, sbr. no. máll. rognkall. Til er einnig í ísl. hrogn- eða hrognakarl ‘rauðmagi’, en fullar líkur til, að sú nafngift sé ung og aðflutt. Um skýringuna er það að segja, að óeðlilegt er að kalla rauðmagann, þ. e. karlfisk- inn, hrognkarl og nota viðskeytið ~s(i), í heilstæðri merkingu. Það hefur því stundum hvarflað að mér, hvort hrognkarl, no. máll. rogn- kall, væri ekki nýmyndan eftir rognkjfilsa, sbr. no. kjelsa ‘grófgerð kona’, og síðari liður orðsins hrognkelsi o. s. frv. hefði í öndverðu svarað til ísl. kelsi ‘flikki’, en ekki skal það frekar rætt hér. Æja, œingur Það var einhverju sinni, að sunnlenzkur maður sagði okkur frá því, að hann hefði heyrt Vestfirðinga nota kvk-orðið œja í merk- ingunni ‘ögn, lítið af e-u’. Þegar ég tók að spyrja um þetta orð, kom í ljós, að ýmsir könnuðust við það á sunnanverðum Vestfjörðum. Tal- að var um, að það væri einhver œja eftir af e-u eða ekki vœri til nokkur œja. Orðið virtist oft notað um eitthvað matarkyns; gefðu mér dálitla œju (af kjöti); það er ekki œja eftir á beininu. En það var einnig haft um annað, eins og t. d. hey; það var ekki eftir œja á túninu, þ. e. ‘búið var að hirða allt’. Eitt dæmi barst okkur austan af Melrakkasléttu, og þar var orðið m. a. haft um dún; það er ekki eftir nokkur œja af dún í hreiðrinu. Vant er að segja um ætterni orðsins, og ekki hef ég rekizt á neitt samsvarandi í öðrum norrænum málum. En sé það rétt, að orðið hafi einkum verið notað um eitthvað fóður- eða matarkyns, gæti það átt skylt við so. œja (áiði) ‘hvíla hesta og lofa þeim að bíta’ og no. ájangi, físl. áivangr, eiginlega ‘vangur eða völlur, þar sem áð var’, og agn ‘beita’. Æja (<_*ahjðn) hefði þá merkt ‘ögn af fóðri’ e. þ. h. Annað orð kom nú líka í leitirnar, en það var kk-orðið œingur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.