Íslenzk tunga - 01.01.1964, Page 167

Íslenzk tunga - 01.01.1964, Page 167
RITFREGNIR 163 í mörgum öðrum að svara því. Víst er, að brottfallið er mjög sjaldgæft, og hefði ekki þurft að eyða púðri á það í þessari bók. Á bls. 94 er ofurlítil ónákvæmni. Þar eru sýndar kennimyndir sagnarinnar bíta, og síðan eru nefndar helztu sagnir úr sama flokki. Fyrst þeirra er bíða, en nær hefði verið að telja hana síðast og geta þess sérstaklega, að lh. hennar er einmitt ekki *biðið, eins og húast mætti við, heldur beðið. Á bls. 96 er sögnin slökkva ranglega talin með sterkum sögnum 3. flokks. Á bls. 101 er sama sögn réttilega talin veik. Enn fremur er t-yggja talin rang- lega til sterkra 3. flokks sagna (bls. 96), en bætt við innan sviga: „lint i pre- teritum!" Á sömu bls. hefði mátt geta þess um nema, að lh. þt. er numinn. Á bls. 101 hefði mátt taka saman í einu lagi pret. ind. og konj. af lifa, eins og gert er við dœma og síðar við elska og kalla (bls. 102). — Óþarfi er að nefna flú(a) og snú(a) (bls. 105) sem dæmi um, að sagnir endi jafnvel á ú í nh. — Á bls. 106 er sagt, að viðtengingarháttur sé ávallt notaður í aukasetningum, sem tengdar eru með svo að. Gefið er í skyn, að það eigi aðeins við, þegar svo að er sömu merkingar og til þess að, þ. e. tilgangstenging, en það er gert svo óljóst, að byrjandi áttar sig tæpast á því. Betra hefði verið að taka það skýrt fram, að reglan gildir ekki, þcgar svo að er afleiðingartenging, en það er hún reyndar oftast. í kaflanum „Kommentarar" eru gefnar skýringar og þýðingar á orðum og orðasamböndum, sem fyrir koma í textunum. Mér sýnist þær yfirleitt vera sóma- samlegar nema á einum stað. í skýringu á vísu úr Snæfríði lslandssól (bls. 47 og 48) er leiðinleg meinloka. Vísuorðið, „yrmlíngs sængur únga brík“, er tekið upp: „únga sængurbrík yrmlíngs" (bls. 110), og skýringin er þannig: „yrmlingur er brukt om kongen; sængurbrík: „kjenning" for kvinne“. Auðvit- að á að taka saman: únga brík yrmlíngs sœngur (eða sœngur yrmlíngs). Yrm- língur er ekki liaft um kónginn, heldur merkir það ‘lítill ormur’, eins og það er réttilega þýtt í orðasafninu aftast í hókinni. Og sængurbrík er ekki kven- kenning. Brík merkir ekki „eigl. sengekant", eins og sagt er á bls. 110, heldur ‘fjöl’, t. d. í orðunum rúmbrik og sœngurbrílc. Orðin sœng yrmlíngs eiga saman og merkja að sjálfsögðu ‘gull’, og brík yrmlíngs sœngur er þannig eðlileg kven- kenning eftir alkunnri formúlu. I orðasafninu aftast í bókinni, má ætla, að upp séu tekin öll þau orð, sem fyrir koma í lesköflunum, en svo er þó greinilega ekki. Orðasafnið nær ekki til æfingakaflanna, né heldur auglýsinga og annars efnis úr dagblöðum, heldur eru þau orð, sem þar koma fyrir, en ekki í öðrum textum bókarinnar, eingöngu þýdd í skýringakaflanum. Mér er ekki Ijóst, hvað þessu veldur, a. m. k. sé ég ekki, að það geti haft neina teljandi kosti, úr því að nemandinn þarf hvort eð er að nota aðalorðasafnið við lestur æfingakaflanna. Fylgt er þeirri reglu í orðasafninu að geta beygingarendinga nafnorða og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.