Reykvíkingur - 04.07.1928, Blaðsíða 8
REYKVfKINGUR
232
1 Reynið fljótandi ,Ciro! bónivax. I‘
Frökkum fjölgar.
í Frakklandi fjölgaði fólkinu
ekki um Iangt skeið. En nú
er oröin breyting á þessu, og
er því nú fariö aö fjölga.
Fyrsta fjórðung ársins fædd-
ust 40 þús. börn umfram það
er fæddust á sama tíma i
fyrra. En giffingum fækkar,
þær voru næstum tveim þús-
undum færri yfir þessa mán-
uöi í ár, en i fyrra.
Skrifstofustúlka
vinnur 2 milj. kröna.
í byrjun fyrri mánaðar vann
skrifsfofustúlka aðalvinninginn
í veðhlauþalofteríinu, sem haft
er í sambandi við Derby-
veöhlaupin. Kostar hver »drátf-
ur« þar sterlingspund, en vinn-
ingarnir eru geysi-stórir, hinn
stærsti nam í ár yfir tveim
miljónum króna. Sfúlkan hafði
fengið seðilinn gefins, sem hún
vann á, og frúði því ekki að
hún væri orðinn miljónaeigandi
fyr en eftir tvo daga, þegar
hún var búin að sjá mynd af
sér í fjölda af blöðum. Hún
hélt áfram að vinna á skrif-
stofunni, þar fil henni var það
ekki lengur fært fyrir fólki,
sem kom þangað af forvitni
til þess að sjá hana.
— Unglingspiltur einn í Khöfh,
sem var í kröggum, stal ioo kr.
í peningum. Seinna fanst honum
að |iað hefði verið nóg að hann
hefði tekið 50 krónur og skilaði
helmingnum aftur Jiangað, sem
hann hafði tekið 100 krónurnar.
En þetta varð til Jiess að það
komst upp hver hefði framið
stuldinn, og var pilturinn dæmdur
í 120 daga fangelsi,