Reykvíkingur - 04.07.1928, Blaðsíða 21
REYKVÍKINGUR
245
°ft til yðar. Vanalega hættir
kunningsskapur milli tveggja
stúlkna þegar önnur giftist."
>,Já, venjulega. Og svo á það
l&a ab vera. Enginn karlmaðúr,
sem ekki er asni, lætur koniuna
’Sína vera að randa í París með
stúlku, sem hann varla þekkir,
°g alls ekki geðjast að.“
„Hvað segið þér? Að Leroux
^eðjist ekki að yður. Pví á ég
bágt með að trúa.“
„Yður er nú samt óhætt að trúa
því
„Það er þá a{ því að hann
þekkir yður ekki.“
„Hann hefir aldrei kært sig um
kynnast mér verulega. Og ég
fyrir mitt leyti hef ekki kært mig
um að kynnast frekar svo mi'kl-
um einfeldniug."
Helena fann hvernig roðanum
skaut upp í kinnar hennar og
hún vék sér snöggvast undan til
Þess að hinn kvenmaðurinn yrði
ekki vör reiði þeirrar, er skaut
UPP í henni.
1 „Mér finst nú ansi gott hjá Le-
r°ux að lofa konunni sinni að
fara til Parísar svona þegar hún
vili."
„Gott,“ sagði ungfrú Rylands
fyrirlitlega, „asnalegt mundi ég
kalla það.“
„Af hverju?"
„Þér virðist mjög skýr og
íímind í öllu, sem ekki viðvíkur
1. J i J _i iSei j
Leroux," sagði ungfrú Rylands.
Hújp stóð upp og gekk að Hel-
enu og lagði hendurnar á axlir
hennar.
„Heyrið þér,“ hélt hún áfram.
„Harry Leroux er nú á tímaimjót-
um, sorglegum tímamótum."
„Já, ég veit það,“ sagði Helena
og skalf Iítið eitt.
„Vitið þér það?“
„Já, ég hef séð alt sem þessu
viðvíkur, og ég veit hvað lög-
regla'n heldur."
„Lögreglan? Hvað eruð þér að
tala um lögregluna?"
„Ég á við morðið.“
Ungfrú Rylands varð svo bylt
við þetta orð, að hún datt niður
i stól þar rétt hjá.
„Hvað eruð þér að segja? Ég
kem beina leið frá Paris og veit
ekki neitt!“
„Og þér hafið þá ekki heyrt að
hér hefur verið framið morð?“
„Morð! I Ó ekki —. Þó ekki —?“
„Nei, enginn sem kemur Le-
roux við, lof sé guði. En það
var framið í íbúð hans.“
Ungfrú Rylands tók símskeyti
upp úr vasa sínum. „Þetta fékk
ég í París snemma í morgun.
Það er til frú Leroux, en sent
til heimilis míns. Ég opnaði það.
Mira Leroux hefur tvisvair kom-
ið til mín síðan hún giftist —"
Helena spratt á fætur.
„Ekki nema tvisvar?" (Frh.)
. L L_L u i.
I. 'L
J..