Reykvíkingur - 09.11.1928, Qupperneq 16
712
REYKVIKINGUR
Ofngmæli.
Mörg orö, sem notuð eru í dag-
legu máli bæði hár og erlendis
eru nokkuð skringileg að þvi
leyti að þau eiga alls ekki við þar
sem þau eru notuð. Þannig er tal-
að um „Brysselíeppi'*, en þ'au eru
búin til í Kiddminster á Eng-
landi (sá bær er frægur síðan á
miðöldum, fyrir ábreiðuvefr.að).
„Tyrknesk böð ‘ eru með öllu ó-
þekt í Tyrklandi. Mestur hlut'nn
af „Egypzkum vindl ngurn'* kem-
ur frá Tyrldandi, því á Egypta-
landi er mjög lítið ræktað af tó-
baksjurt. Á eyjunni Kúba (þar er
Havanna höfuðborgin) væri ó-
mögulegt að framleiða alla þá
„Havannavindla" sem seldir eru
út um heiminn. Fiest „svissnesku
úrin“ eru búin til í Ameriku, og
færeysku peysurnar eru alstaöar
nema hér og í Færeyjum kallaðar
„íslenzkar peysur'*. Hjá hörmang-
ara einum í Kaupmannahöfn
májtti lesa í glugga: Egta norskur
BíQdudals-saltfiskur. Vínarbrauð
hvað alls ekki fást í Vínarborg og
franskbrauðin eru eins og kunn-
ugt er, ekki mjög frönsk og svona
mætti halda lengi áfram að telja
upp,
ÚRIN BEZT HJÁ GUÐNA
ÚRIN ÖDÝRUST HJÁ GUÐNA
KAUPjÐ ÚR HJÁ GUÐNA
Hver sendi símskeytið.
) Lögreglan í Karlskrona hefir nú
um nokkurn tíma verið að fást
við einkennilegt mál.
Hinn 29. ágúst kom símskeyt á
símastöðina í Kk, stOað t:l flota-
foringjans þar. Skeytið var frá
tveim kennurum við undirfor-
ingjaskólann, og afturkölluðu þeir
þar umsóknir um kennarastöðu
við skólanm.
Það kom þó fljótlega í ljós, að
þessir tveir menn höfðu aldrei
sent þessi skeyti, og aldrei dottið
i hug að afturkal’a umsöknir sín-
ar, þar sem þeir voru þegar búnir
að fá tilkynningu um vei ingu ó
embættunum. En flotamálastjór-
inn réði aðm kenmara undir eins
og hann fékk símskeytið, og voru
þeir fyrjr, þegar þessir umgetnu
komu og ætluðu að fara að byrja
kenzlu.
Lögreglan hefir ekki uppgötv-
að mikið í málinu enn þá, að eins
hefir það orð;ð uppvist, að dreng-
ur kom á stöðina með skeytim-
En miklum verðlaunum hefir ver-
,lð heitið í því skyni að hafa upp
á hinum seka.