Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 6

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 6
Siðfræöi tæknifrjóvgunar og æxlunartækni var efni fyrir- lestrar, sem skoskur kvenlæknir, Sir Malcolm Macnaugh- ton, flutti í Reykjavík í síðasta mánuði* Fréttakona Veru var á staðnum: Fyrirlestrasalur Fljúkrunarkvennaskólans var sneisafullur, eflaust einna helst af starfsfólki sjúkrahúsanna en inni á milli þeirra var líka fjöldi leikmanna enda efni fyrirlestrarins mjög athyglisvert. Siðfræðilegar spurningar hljóta að vakna í kjölfar þeirrar miklu þróunar; sem átt hefur sér stað í æxlun- artækni (,,reproductive technology“) síðustu árin. Allar höf- um við heyrt talað um glasabörn og lánsmæður; hvoru 6 tveggja þykir góður fréttamatur. Þetta tvennt er þó aðeins fátt af því sem æxlunartækninni er orðið kleift að gera nú orðið og enn fleygir henni fram. En þrátt fyrir að fregnir af afrekum vísindanna á þessu sviði verði æ tíðari, hefur hér á landi lítið sem ekkert verið rætt um þau frá siðfræðilegu sjónarmiði. Og það var Ijóst af áhuganum, sem erindi Sir Malcolm var sýndur, að marga þyrstir eftir umræðum ein- mitt af þvi tagi. Erindi hans verður ekki rakið hér í smáatrið- um (þýðing á fyrirlestrinum öllum mun reyndar birtast í Læknablaðinu innan tíðar) en þó reynt að miðla lesendum Veru því sem einum hlustanda þótti fróðlegt og íhyglivert. J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.