Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 24

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 24
Ritskoðun M menni v,,'”***,* ’>>•*/*■"- '■■ðinu birtist miðviku- sl. grein eítir ^ukonu fá að senda inn s lagt fyrir ritstji Nokkru síðar var fj* Birgir ísieifur Gunnarsson alþingismaöur fyrir Sjálfstæðisflokkinn grein mma, sem ar. '' af rými blaðsin ■' móts við þessum vimiu- aðstandenda Kvenn. ustu árum hefur öll fjölni.^ Islandi færsl mjög í frjálsræðisáti. Dagblöð og aðrir fjölmiðlar eru opn- ir fyrir andstæðum skoðunum og meira að segja þjóðviljinn er ein- staka sinnum farinn að birta greinar sem eru andstæðar skoðunum flokksins og blaðstjómarinnar. í þessu felst unmburðarlyndi og virð- „íslenskar konur eiga miklu betra skiliö. Þær eiga enga samleiö meö þessum ofetækistulla og vinstri sinnaöa stjómmálaflokkl." * Starfað á fullu Kvennalistinn og Vera hafa verið þó nokkuð í sviðs- Ijósinu undanfarið. Þann 3. september skrifaöi Hulda Jensdóttir grein í Morgunblaðið þar sem hún sendi sér- stakar kveðjur til Veru og segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við hana. Birgir ísleifur Gunnarsson fann sig knúinn til að leggja orð í belg og skrifaði harðorða grein, sem birtist í DV þann 11. september þar sem Kvennalistakonur eru ásakaðar fyrir afturhalds hugsun- arhátt, skort á umburðalyndi, einsýni, ofstæki og stjórn- lyndi. Kristín Halldórsdóttir svaraöi aö bragöi (DV 16. september) og undraðist þessi stóru orð mjög frá jafn dagfarsprúðum manni og Birgi ísleifi Gunnarssyni en taldi að kosningarskjálftinn hafi heltekið pólitíkus- ana og að þetta sé tónninn sem Kvennalistakonur megi eiga von á. Kvennalistinn hafi aukiö fylgi sitt jafnt og örugglega frá síðustu kosningum og fulltrúar gömlu flokkanna sjá hann nú sem raunverulega ógnun við sig og sína segir Kristín. Fimm dögum síðar fengu Kvennalistakonur systur- legar kveðjur frá Guðrúnu Helgadóttur í helgarblaði Þjóðviljans þar sem hún meðal annars kvartar um að aldrei sé minnst á hana og Jóhönnu Siguröardóttur í Veru þó svo að þær leggi fram mál sem varðar konur og börn sem gætu fyllilega samræmst hugmyndafræði Kvennalistans. Sigríður Dúna svaraði Guðrúnu í helgar- blaði Þjóðviljans þann 28. september þar sem hún benti Guðrúnu stallsystur sinni á að Vera sé ekki fréttablað og segi því ekki almennar fréttir af gangi mála á Alþingi. Benti Sigríður Dúna Guðrúnu á að í hverju tölublaði Veru séu aðeins 4 síður sem ætlaðar eru til þess að greina lesendum frá störfum Kvennalistans á Alþingi. Og þannig var það að þingmálssíður Veru voru til um- ræðu á síðum dagblaðanna, ekki bara Þjóðviljans heldur urðu aðstandendur Garra (Tímans) og Stak- steina (Mbl) svo glaðir að þeir gátu ekki orða bundist og gerðu sér mat úr því að nú væru systur farnar að rífast. Það skyldi þó ekki vera að kosningar séu í nánd? Nýlegasameinaðist hluti Bandalags Jafnaðarmanna Alþýðuflokknum. Af því tilefni spurði maður nokkur Kvennalistakonur hvenær þær ætluðu að gera slíkt hið sama eða hvort Kvennalistinn ætli kannski frekar að sameinast Alþýðubandalaginu. Auðvitaö ber spurning þessa manns vott um vanþekkingu hans á Kvennalist- anum og þeirri hugmyndafræði sem Kvennalistinn leggur til grundvallar, og verða Kvennalistakonur oft varar við að fólk hefur ekki áttað sig á markmiðum Kvennalistans. Margir virðast álíta að helsta markmið hans sé að koma konum að og að það skipti því minna I máli hverju þær séu að berjast fyrir. Kvennalistinn eru kvennapólitísk samtök sem hafa það markmið að nýta þekkingu og reynslu kvenna í þágu betra þjóðfélags. Konur hafa átt erfitt uppdráttar í gömlu flokkunum, en ekki bara konur heldur líka þeirra sérstöku sjónarmið sem hafa mótast af hefðbundnum störfum þeirra á heimilunum frá kynslóð til kynslóðar og þó að ein og ein kona hafi komist að í gömlu flokkunum hefur hún þurft að tileinka sér hegðunarmynstur og hugsunargang karlmanna og fær fá tækifæri til að koma kvenna- pólitískum sjónarhornum að. En margar konur vilja fá að vera konur í friði og hafa átt erfitt með að sætta sig við það að þurfa að breyta sér. Hugmyndafræði Kvennalistans byggir á því að störf kvenna viö uppeldi, umönnun og hjúkrun hafi mótaö menningu og gildismat kvenna. Þaö er einmitt þaö gildismat sem hefur átt erfitt uppdráttar í gömlu flokkunum og þaö er þaö gildismat sem Kvennalistinn hefur aö leiöarljósi og mótar afstööu hans til allra þjóðmála. Nýlega var skrifaö um Kvennalistann í Molum Al- þýöublaðsins. Aöstandendur Mola höfðu greinilega komist í Fréttabréf Kvennalistans og undruðust yfir aö- ferðum Kvennalistans-við stefnuskrárvinnu. Þar segir: „Nýir stjórnmálaflokkar færa með sér nýja strauma og nýjar aðferðir. Kvennalistinn hvetur nú konur um allt land að leggja sér lið við gerð nýrrar stefnuskrár fyrir næstu Alþingiskosningar. Er nú um að gera fyrir sem flestar konur sem eitthvað vilja láta gott af sér leiða að hafa samband við þær Kvennalistakonur. Því það er ekki á hverjum degi sem stjórnmálaflokkar auglýsa eftir stefnuskrá." NÝJAR AÐFERÐIR

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.