Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 10

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 10
Vera talaði við Kristínu Einarsdóttur, lífeðlisfræðing og spurði hana álits á hugmyndum um að heimila tilraunir með fóstur og fósturvísa eins og fram kemur í þeim tillög- um sem nú liggja fyrir ráðgjafarþingi Evrópuráðsins. Nauðsynlegt að vera á VARÐBERGI Þegar kanna á áhrif ákveö- inna aðgerða eða lyfja á mann- inn geta engar aðrar tilraunir en tilraunir á manninum sjálf- um gefið einhlíta niðurstöðu. Aðrar tilraunir t.d. á dýrum geta oft gefið góða vísbend- ingu um hver áhrifin munu verða á manninn, en aldrei er hægt að vera alveg viss um að sama gildi um manninn og til- raunadýrin. Mér þykir því það ákvæði í tillögum laganefndar Evrópuráðsins, að einungis megi gera tilraunir á fósturvís- um ef ekki er hægt að ná sama árangri með annars konar til- raunum, frekar haldlítið. Af hverju þarf yfirleitt að vera að gera slíkar tilraunir? Ég hef enn ekki séð nein rök er mæla með því að leyfa skuli tilraunir með fóstur eða fósturvísa. Ég óttast því að ef leyfðar veröa tilraunir á fóstrum og fósturvísum, sé þess skammt að bíða að þær breiðist út og konur, sem I mörgum löndum hafa ekki aðra stöðu í þjóð- félaginu en „skynlausar skeppnur", verði einnig teknar í tilraunir undir vernd laganna. Nú þegar eru konur, einkum í Þriðja heiminum, oft notaðar í tilraunir t.d. með ný lyf, nýjar aðgerðir ýmiss konar og fleira mætti telja. Við verðum að muna að við erum löngu byrjuð að reyna að hafa áhrif á það hvort t.d. mongolítar fæðast og börn með klofinn hrygg. Ég býst einnig við því að flestir séu sammála því, (jafnvel biskup- inn) að ef Ijóst er að fóstur er með fyrrnefnda galla, ef konan hefur fengið rauða hunda á meðgöngutímanum eða ef vit- að er um alvarlega sjúkdóma, eigi konan rétt á fóstureyð- ingu. Það er hins vegar alveg með ólíkindum hve mikið fé og fyrirhöfn fer í það að geta börn í glösum hingað og þangað um heiminn án nokkurs sýnilegs tilgangs. Væri ekki nær að við hugsuðum betur um þau börn sem koma í heiminn án þess að um tækniundur sé að ræða. Sumir líta á tilraunir með fóstur og fósturvísa sem mikil- væga fyrir þróun erfðatækninn- ar. En eins og ég sagði áður hef ég ekki séð nein rök sem mæla með slíkum tilraunum og skil ekki á hvern hátt það geti orðið erfðatækninni til frekari framdráttar en tilraunir sem hingað til hafa verið leyfðar. Erfðatæknin hefur orðið til þess að hægt er að framleiða ýmis lyf sem áöur var ógjörn- ingur. Mótefni gegn ýmsum Kristin Einarsdóttir Ljósmynd: Bergljót Baldursdóttir \ > sjúkdómum er framleitt með hjálp þessarar tækni og má nefna að mótefni gegn AIDS- veirunni veröur væntanlega framleitt með þessari tækni ef það þá á annað borð tekst. Hluti af erfðaefni veirunnar er flutt inní t.d. gerfrumu eða bakteríu sem framleiðir þá prótein af sömu gerð og ákveð- ið prótein á yfirborði veirunnar. Þessu próteini er síðan spraut- að I þann sem bólusetja á og myndar hann þá mótefni gegn próteininu og þá um leið veir- unni. Áður fyrr byggðist landbún- aðurinn á því að breyta um- hverfinu þannig að plönturnar gætu lifað af. Nú er plöntunum breytt með hjálp tækninnar þannig að þær henti umhverf- inu. Nauðsynlegt er að vera á varðbergi gegn allri nýrri tækni svo að hún verði ekki notuð í neikvæðum tilgangi. Það er oft erfitt að átta sig á hvað er að gerast fyrr en það er orðið um seinan. Við verðum að vera á verði, nú þegar eru menn oft notaðir sem tilraunadýr með- vitað eða ómeðvitað. Fyrir nokkrum árum ákváðu tveir læknar í Gautaborg að gera „litla tilraun" á konum með brjóstkrabbamein. Annar ætl- aði að taka af allt brjóstið eins og venja hafði verið en hinn tók einungis burtu æxlið og örlítið í kringum það. Svo var beðið eftir því hvorum hópnum reiddi betur af. Konurnar fengu ekki að vita að þær voru hluti af til- raun hvað þá heldur að þær fengju að velja um meðferð. Það gat jú haft áhrif á niður- $ stöðurnar! Ein konan fór að kanna hvers vegna hún fékk ekki heöfbundna meðferö og þá komst allt upp. Veistu til þess að tilraunir eigi sér stað með fóstur eða fóstur- vísa hér á landi? Nei, ekki er mér kunnugt um það. 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.