Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 7
Þýðingarvandi á höndum
í þeim greinum, sem hér
fara á eftir um tækni-frjóvg-
un, kann aö veröa vart þess
vanda, sem þýðendum Veru
var á höndum. Mörg orð-
anna, sem notuð eru í um-
ræðunni erlendis, eru naum-
ast til í íslenskri þýðingu.
Stundum er þýðingin þess
eðlis að erfitt er að sætta sig
við hana. Þannig er það til að
mynda með íslenska orðið
fóstur, sem notað er yfir af-
kvæmi í móðurkviði allan
meðgöngutímann. Á erlend-
um tungumálum er um tvö
orð að ræða: „embryo“ og
,,foetus“ þannig að Ijósar
verður að um tvenns konar
tilverustig er að ræða.
,,Embryo“ merkir t.d. á
ensku fóstur á 1. þriðjungi
meðgöngutímans, ,,foetus“
fóstur sem orðið er meira en
þriggja mánaöa. Vera mun
nota orðið fósturvísir um
embryo og fóstur um foetus.
Orðið „surrogate mother“
hefur valdið okkur heilabrot-
um. Læknar nota gjarnan
orðið leigu- eða lánsmóðir
yfir þetta og er það gert í Veru
núna. Áður hefur í Veru verið
notast við orðið staðgengils-
móðirog þá ,,staðganga“ um
„surrogacy".
Orðið tæknifrjóvgun er af
læknum notað yfir þá athöfn
að sæða konu með sæði
karls á tæknivæddan hátt.
(Frjóvgunin sjálf fylgir svo í
kjölfariö). Læknar eru þó ekki
alls sáttir við að þýða orðin
„artificial insemination'1 á
þennan hátt, orðrétt ætti þaö
að vera tækni-sæðing en að
sögn sérfræðinga, þykir
þeim orðið sæðing of kalt.
Vera mun þó halla sér að því
að kalla hlutina sínum réttu
nöfnum og tala um sæðingu.
Prófessorinn skýrði frá því að hann hefði átt sæti í Warnock-
nefndinni, sem breska ríkisstjórnin setti á laggirnar 1982 til þess
að vinna að stefnumótandi skýrslu um æxlunartækni o.fl. Skýrsl-
an var birt 1984 og hafa í kjölfar hennar verið sett ýmis lög í Bret-
landi varðandi þetta efni. Hann rakti þær forsendur, sem nefndar-
menn lögðu til grundvallar vinnu sinni og það augnamið nefndar-
innar að skapa ramma, innan hvers einstaklingurinn gæti tekið
sjálfstæðar ákvaröanir samkvæmt eigin samvisku, en jafnframt
''amma, sem samfélagið í heild gæti sætt sig við. Prófessorinn
sagði: „Það mætti lítaáþað,sem leyfilegtersamkvæmt lögunum
sem lágmarkskröfu umburðarlyndssamfélags. Einstaklingar eða
hópar fólks kunna að vilja setja sjálfum sér strangari kröfur. Ég
tel þess vegna að það sé almennt viðurkennt að draga þarf mörk
en að það sé engin viðurkenning til á því hvar eigi að draga þau
mörk. Spurningin er, hvers konar samfélag teljum við okkur unnt
að hrósa og dást að? Hvers konar samfélag mun gera okkur kleift
að lifa við hreinasamvisku? Þessi spurning, dömur mínar og herr-
ar, var forsendan, sem við í nefndinni lögðum til grundvallar þeg-
ar við fjölluðum um tæknifrjóvgun."
Hvað er tæknifrjóvgun?
Þessu næst svaraði prófessorinn spurningunni hvað er tækni-
frjóvgun. „Þaðer frjóvgun, þarsem þriðji aðili grípur inni í.“ Þriðji
aðilinn eru læknar og hjúkrunarstéttirnar. Prófessorinn rakti síð-
an aðferðirnar, sem nú eru notaðar.
— Tæknifrjóvgun, þegar kona er sædd með sæði eiginmanns
síns.
— Frjóvgun, þegar kona er sædd með sæði utanaðkomandi
aðila, sæðisgjafa.
~~ Glasafrjóvgun eöa glasagetnaður („in vitro fertilisation"),
þ.e. egg og sæði eru leidd saman í glasi en fósturvísi síðan
komið fyrir í legi. Ýmis tilbrigði eru til við þessa aðferð; eggin
geta verið annarrar konu en þeirrar, sem síðan gengur með
fóstrið, sæðið einnig aðfengið o.s.frv.
~~ Fósturvísaflutningar. Þettafeluríséraðfósturvísarerufram-
leiddir í glasi, en komið fyrir í legi annarrar konu siðar.
~~ Leigu-meðganga (surrogacy). Kona gengur með barn en af-
hendir það annarri konu að fæðingunni lokinni. Einnig hér
eru nokkrir möguleikar fyrir hendi: Leigu-móðirin kann að
vera tækni frjóvguð með sæði eiginmanns þeirrar konu, sem
eignast mun barnið eða jafnvel kann leigu-móðirin að vera
alls óskyld barninu, fósturvísi frá verðandi foreldrum er hægt
aö koma fyrir í legi hennar.
Laga- og siðfræðilegar spurningar
Jafnframt því sem prófessorinn lýsti þannig aðferðum æxlunar-
tsekninnar, rakti hann ýmis lagaleg vandamál, sem upp hafa
komið og skýrði frá gagnrýni byggðri á siðfræðilegri afstöðu, sem
borið hefur á. Hvað varðar þá tegund tæknifrjóvgunar, þegar um
er að ræða egg og sæði hjóna eða para, eru fá vandamál á vegin-
um að sögn prófessorsins. Afkvæmið er erfðafræðilega afkvæmi
föður og móður og skilgetið barn þeirra. Enda hefur litlum mót-
mælum verið hreyft við þessu.
Öðru máli hefur gengt þegar um aðfengið sæði er að ræða.
Samkvæmt enskum lögum er barn, sem fæðist hjónum í kjölfar
frjóvgunar af því tagi, óskilgetið. Það er ekki erföafræðilegt af-
kvæmi karlsins, þó svo hann sé „félagsfaðir“ þess. Samkvæmt
lögunum ber að skrá föður óþekktan á fæðingarvottorð barnsins,
en „félagsfaðir" getur síðan ættleitt það. Eins og málum er hátt-
að, hvílir mikil leynd yfir framkvæmd tæknifrjóvgunar og foreldr-
um er þess vegna kleift að skrá „félagsföður" sem réttan föður á
fæðingarvottorð. Með þessu móti er réttu faðerni haldið leyndu
bæði fyrir barninu og samfélaginu, sem getur haft ófyrirsjáanleg-
ar afleiðingar. T.d. kann ástæðan fyrir því, að farið var fram á
tæknifrjóvgun að vera sú, að makinn er með arfgengan sjúkdóm,
sem parið vill forðast að viðhalda. Telji afkvæmið sig ,,réttborið“
afkvæmi félagsföður síns, kann það að forðast barneignir eða
getnað einmitt vegna þess að það telur sig bera þennan arfgenga
sjúkdóm líka.
Því er spurt hvort ekki sé rétt að leyndinni sé svipt af tækni-
frjóvgun. (Hér sagði prófessor Macnaughton frá því að í Sviþjóð
geta börn samkvæmt nýlegum lögum, fengið að vita hver kyn-
faðir er í tilfellum sem þessum. Þau lög urðu til þess, að algjör
skortur er á sæðisgjöfum í Svíþjóð).
Hlutur sæöisgjafans
Hvað varðarsæðisgjafa eru á lofti töluverðar vangaveltur: Það
hefur mjög lítið verið kannað hvers vegna karlar gefasæði, hvaða
áhrif það hefur á þá til langframa, og hvort rétt sé að þeir taki þátt
í sköpun barna, sem þeir munu aldrei kynnast. Séu menn þeirrar
skoðunar að foreldrum beri að axla fulla ábyrgð á börnum sínum,
eru þeir andvígir sæðisbönkum. Þá hefur það einnig verið rætt,
hvort rétt sé eða rangt að taka við sæði gegn greiðslu. Staðreynd-
in er sú, að mjög erfitt er að fá sæði að gjöf frá körlum. Og að síð-
ustu, hvað varðar sæðisgjafana, hver getur tryggt að þeir segi rétt
til um heilsu sína eða sjúkrasögu, líferni og erfðafræðilegan bak-
grunn?
,,Afgangs-fóstur“
í þriðja lagi ræddi prófessor Macnaughton um glasafrjóvgun-
ina. Sjálfur sagðist hann vera þeirrar skoðunar ásamt mörgum
öðrum, að þessi aðferð væri spennandi ný leið til að hjálpa barn-
lausu fólki en hann benti á að margir óttuðust eða væru andsnún-
ir glasagetnaði. Prófessorinn skipti þessum andmælendum í tvo
hópa: annars vegar þá, sem teldu aðferðina móralskt rangmæta;
verið væri að leita afbrigða frá eðlilegum kynmökum, sem hefðu
7