Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 15

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 15
Ljósmynd: Svala Sigurleifsdóttir ANNA dr. phil. h.c. fyrsti kvenheiðursdoktorinn frá Háskóla íslands. Þaö er siður háskóla aö veita heiðursdoktorsnafnbætur á tyllidögum og þegar Háskóli íslands hélt upp á 75 ára afmæli sitt á dögunum voru tuttugu karlar og konur kölluö til að gera honum þaö til sæmdarauka að þiggja heiöursdoktorsnafnbót, og var þaö mikið mannval, bæöi innlendra og erlendra fræöi- manna. Konurnar voru aö vísu bara tvær, þær Margrét II. Danadrottning, sem veittur var titillinn fyrir farsælar lyktir handritamálsins, og hefur margur þjóðhöfðinginn meö minni verðleika en hún þegiö doktorsnafnbætur. Hin konan var Anna Siguröardóttir, fræðimaður og stofnandi kvennasögu- safnsins, sem hlýtur þessa nafnbót fyrst íslenskra kvenna. Ályktunarorö heimspekideildar fyrir veitingunni voru þessi: ,,Anna Sigurðardóttir er fæddað Hvítárbakka íBorgarfirði ár- ið 1908. Hún er að mestu leyti sjálfmenntuð og vann einkum við heimilisstörf uns hún stofnaði Kvennasögusafn íslands og gerðistforstöðumaðurþess árið 1975. Hún hefur unnið mikið að kvenréttindamálum, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi, og meðal annars setið í stjórn Kvenréttindafélags íslands. Anna hefurskrifað fjölda geina um félagsmál og fræðileg efni og nýlega hefur hún sent frá sér tvö mikil rit sem ástæða er til að nefna sérstaklega. Hið fyrra nefnist ,,Úr veröld kvenna — barnsburður“ og kom í öðru bindi ritsins Ljósmæður á íslandi 1984. Hið siðara er bókin Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár sem Kvennasögusafnið gaf út 1985. Þetta eru þörf og merk safnrit sem eiga eftir að koma öðrum höfundum að ómetanlegu gagni. Með útgáfu þeirra hefur Anna gerst brautryðjandi kvennasögu- rannsókna á íslandi. Merkasta framlag Önnu til fræðanna er þó sennilega stofnun og starfræksla Kvennasögusafns íslands. Hún setti það á fót 1. janúar 1975, ásamt tveimur konur öðrum, og lagði undir það ibúð sína. Síðan hefurhún annastsafnið, launalaust, og erjafn- an til taks að veita nemendum og fræðimönnum hvers konar leiðbeiningar á fræðasviði sínu. Af þessum sökum telur Háskóli íslands sér það sæmdarauki að heiðra Önnu Sigurðardóttur með titlinum doctor philosoph- iae honoris causa. Sé það góðu heilli gert og vitað." Þaö var stór stund fyrir allar konur í fullsetnum sal Háskól- ans þegar dr. Anna tók viö heiðursbréfi sínu úr hendi forseta heimspekideildar. Þaö er ekki einungis viöurkenning fyrir frá- bært eljustarf hennar sjálfrar heldur fyrir alla sem hafa unnið aö kvennasögu hér á landi. Þótt dr. Anna sé aö nálgast áttrætt lætur hún engan bilbug ásér finna. Hún erað vinnaaö riti um nunnuklaustur á íslandi, og flutti hún skemmtilegt erindi um það efni á vegum Háskól- ans fimm dögum eftir aö hún haföi öðlast borgararétt i honum. VERA þakkar þér fyrir brautryðjenda starf á sviði íslenskra kvennarannsókna og óskar þér til hamingju meö verðskuld- aöa viðurkenningu, dr. Anna! ga SVART/HVÍT LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA STÆKKUM EFTIR NÝJUM OG GÖMLUM MYNDUM EÐA FILMUM SENDUM í PÓSTKRÖFU. Auðbrekku 14 P.O. Box 301 200 Kópavogur Sími 91-46919 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Fóstrur/Aðstoðarfólk óskast Hefiröu áhuga á börnum og uppeldisstarfi? Viltu leyfa skipulagshæfileikum þínum aö njóta sín? Dagvist barna í Reykjavik óskar aö ráöa fóstrur og aöra með hliðstæða menntun til starfaf.o.m. 1. nóv. nk. viö Foldaborg sem er nýr 3ja deilda leikskóli í Grafarvogi. Viljiröu vera meö frá upphafi aö móta og byggja upp nýj- an leikskóla í nýju hverfi, haföu þá samband við Ingi- björgu Sigurþórsdóttur forstöðumann eöa Fanney Jónsdóttur umsjónarfóstru sem veita allar nánari upplýsingar i síma 27277 daglega. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 98, 6. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.