Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 19

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 19
geyma síðan í frysti en þíða upp, vinna úr og endurfrysta þegar hentar. Þessi leið gefur tækifæri til jöfnunar á vinnslu, hraðfrysti- húsin þurfa ekki lengur að miða vinnsluhraðann við að bjarga verðmætum, fryst hráefni liggur ekki undir skemmdum og hægt verður að vinna verðmætari afurðir með jöfnum afköstum. Sér- hæfing getur einnig orðið fólgin í formlegum samningum ein- stakra frystihúsa um framleiðslu fyrir ákveðna kaupendur erlendis með milligöngu sölusamtaka okkar hér heima og erlendis. Slíkir samningar treysta jafnvægi framboðs og eftir- spurnar en forsenda þeirra er jöfnun aðfanga frystihúsanna og stöðugt verðlag. Aukin vélvæöing Sérhæfing býður einnig upp á aukna vélvæðingu í fiskiðnaði. Frystihúsin kaupa þá ekki öll sömu vélarnar sum þeirra verða með tölvustýröar skurðan/élar er skera þorskflök í ákveðnar bita- stærðir, önnur með vélar til að pakka heilum karfaflökum í loft- tæmdar umbúðir, sum með orma- og beinleitartækni fyrir þorsk, sum munu afhreistra ýsu með ensímtækni önnur verða með all- ar vélar fyrir flatfiskvinnslu og enn önnur munu sérhæfa sig i vinnslu á eldisfiski t.d. skurði, flökun eða jafnvel reykingu og Pökkun. Er þá fátt eitt nefnt ef hugmyndafluginu er á annað borð gefinn laus taumur. Sum fiskiðjuver munu e.t.v. hætta frystingu að verulegu leyti og hefja í stað þess vinnslu á ferskum fiski t.d. með því aö pakka flökum í loftþéttar umbúðir, tæma pokana af lofti og setja í staðinn gasblöndur sem halda ísuðum fiski lengur íerskum. Slíkan fisk glænýjan er hægt að senda sjóleiðis á sama hátt og óunninn fiskur er nú seldur í gámum til Evrópu. Jafnvel kann að borga sig að senda hann flugleiðis vestur um haf einkum til svæða, þar sem ófrosinn ferskur fiskur er mest eftirsóttur t.d. í strandríkjum Bandaríkjanna og á öðrum þeim svæðum sem fólk er vant að veita sér vel í mat, því að það er staðreynd að ófrosinn fisk máoftast seljaá mun hærra verði en frosinn, verðsveiflur eru þó miklar og þarf náin tengsl við markaðinn til að nota sér hann. Fyrir sumar tegundir má jafnvel hugsa sér að nota fryst hráefni, Þíða upp og selja ófrosið. Nýjar tegundir Verulegra breytinga má einnig vænta í saltfiskframleiðslu fram- höarinnar, þó að saltfiskmarkaðir séu hefðbundnari en aðrir °kkar markaðir og saltfiskurinn sums staðar jafn rótgróinn í oienningu þjóða og hangikjötið okkar. Þetta er góö trygging fyrir þvi að saltfiskur muni enn seljast vel, en líklegt er að kaupendur vilji hann í auknum mæli minna verkaðan og bragðmildari en hingað til og nú þegar njóta saltfiskflök vaxandi vinsælda á mörk- uöum. Allt er þetta í samræmi við, að fólk vill nálgast ferskleikann en halda hefðinni, það vill fiskinn minna verkaðan á sama hátt og hangikjötið okkar hefur orðið bragömildara í seinni tíð. Aukin sérhæfing og fullvinnsla mun einnig koma fram í veiðum °g vinnslu ýmissa þeirra tegunda, sem nú eru lítið notaðar. Dæm- lr> eru mörg um tegundir sem nú teljast vannýttar en góðir mat- fiskar s.s. skata, gulllax, langhalar og skrápflúra, spærlingur og úthafskarfi. Upplýsingar vantar enn um stærð stofna en talið er líklegt að afli geti orðið 50.—100.000 tonn árlega. Kolmunni sem er uppsjávarfiskur er ekki nýttur hér en er mikið veiddur í NA- Atlantshafi. Skeldýr s.s. kúfskel og kræklingur svo og krabba- ’egundir eru lítið notaðar. Nvernig fullvinnsla? i hugum margra er fullvinnsla fólgin i sögun á frystum blökkum, hjúpun i hveitideig, djúpsteikingu og sölu á fiskstautum. Ég tel ekki líkur á að þessari vinnslu verði komið á hérlendis þvi að rnergt bendir til að hún verði veigaminni þáttur í fullvinnslu ís- lenska fisksins en hingað til en einnig vegna þess að þessi vinnsla krefst sérþekkingar á fleiri vandmeðförnum hráefnum en fiski og verður þá að flytja þau inn. Ekki er heldur líklegt að þessi Á ráðstefnu Kvenna- listans um atvinnumál flutti dr. Alda Möller er- indi um gamlar og nýjar leiðir í fiskvinnslu. Erind- ið vakti mikla athygli á ráðstefnunni og Vera fór fram á það við Öldu að fá það birt og fékkst góðfúslega leyfi til þess. Alda starfar sem mat- vælafræðingur í Þróun- ardeild Sölusambands hraðfrystihúsanna. framleiðsla höfði til fólks sem reglulega kann að meta fisk vegna bragðs hans sjálfs, áferðar og næringargildis og er tilbúið að greiða meira fyrir þá kosti. Að selja ferskleikann Aukin og stöðug gæði fisks sem héðan fer eru liður í fullvinnslu. Sé gæðum áfátt í upphafi telst varan aldrei fullunnin því að hún hefurtapað verðgildi sínu. Ásama hátt þurfasölumenn að tryggja að ferskleiki hráefnis og rétt meðferð skili sér nægilega í verði. Einn liður í verðgildi vöru er þekking á henni, að hafa svör á reið- um höndum við spurningum kaupenda. Spurningum fjölgar í kjölfar aukinnar almennrar menntunar og aukinnar fjölmiðlunar, fólk vill sneiða hjá ýmsum aukefnum og forðast menguð mat- væli. Það er tilbúið að trúa því að við getum framleitt slík matvæli en við þurfum að auglýsa það vel og hafa upplýsingar handbær- ar. Því er nú spáð að fiskneysla muni aukast á Vesturlöndum og meira en neysla annarra matvæla. Næg eftirspurn verður því fyrir alla okkar framleiðslu og sjálf trúi ég, að veiðar okkar muni einnig aukast þó að skipum fjölgi lítið, veiðiskip munu sækja lengra, veiða þær tegundir sem nú eru vannýttar og hirða það sem nú er fleygt, vinnslan mun fara fram bæði á sjó og í landi. Ef þið eruð vanttrúuð á að svona gerist hlutirnir langar mig að minna ykkur á hvaða álits rækjan naut fyrir nokkrum áratugum. í ísafjarðar- blaði 1937 segir svo: „Kvikindi það sem kallað hefur verið kampalampi, en nú er yfirleitt nefnt rækja, þótti hér áður á tíð frek- ar ómerkilegt, ósjálegt og heldur óþarft. Þorskurinn hafði það til að gefa svo mikinn gaum af kampalampatorfunum, að hann sinnti ekki hinu Ijúffengasta agni og lögðu margir sjómenn fæð á skepnuna.“ Þessa dagana setur rækjan hvert sölumetið á fætur öðru og færir hundruð milljóna i þjóðarbúið árlega. Auknar kröfur Hvaða þróun skyldi þá verða í störfum fiskvinnslufólks? Ég held, að óhjákvæmilega muni störfunum fækka er vélvæðing eykst, en þar á móti kemur að e.t.v. verður komið á vöktum til að nýta vélakost betur, yfirvinna mun minnka, vinna verður stöðugri. Fyrirtækin þurfa að leggja aukna áherslu á að halda þjálfuðu fólki meðfastráðningu, með betri launum og með góðu starfsumhverfi sem ekki stendur neitt að baki öðrum matvælavinnslum, enda er það ekkert náttúrulögmál að fiskvinnsla sé sóðalegt starf og nú þegar eru mörg dæmi um breytta hugsun stjórnenda og starfs- fólks að þessu leyti. Þjálfað starfsfólk verður enn nauðsynlegra með fyllri vinnslu fisksins og þeirri nákvæmni í vinnubrögðum sem sérhæfingin býður upp á. Þjálfun fólksins verður fólgin bæði í fræðslu um fiskmeðferð og markaðskröfur en einnig um vinnu- lag og vinnubrögð. Takist þetta allt verður það talið sjálfsagt og jafnvel eftirsóknarvert að vinna í fiski en það hlýtur aftur að vera bæði sjálfsagt og eftirsóknarvert fyrir fiskvinnsluþjóð. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.