Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 16

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 16
Ef kröfur um þjálfun og sérþekkingu fiskvinnslufólks aukast verður minna rúm fyrir ófaglærða i fiskiðnaði og að sumu ieyti er það þvi undir okkur konunum komið hvort við fylgjumst með þeirri þróun, sem mun eiga sér stað eða hvort við iátum véivæðingu og skólun verða til þess að vinnan verði karlagæin eins og svo oft hefur orðið á öðrum sviðum. VINNAN Hver verður staða fiskvinnslukonunnar að nokkr- um árum liðnum? Verða teknar upp nýjar vinnsluað- ferðir, eða verður fiskurinn fluttur út óunninn í æ ríkari mæli? Hver verður hlutur kvenna í því ævintýri fiskiræktar og fiskeldis, sem mestum auraljóma starfar af um þessar mundir? Hver verður þróunin í svonefndum hefðbundnum kvennastörfum? Heldur ferðaþjónustan áfram að auka hlutdeild sína í sköpun verðmæta og starfa, sem virðast henta konum veP Hvað mætir konum, sem vilja stofna fyrirtæki? Hvaða iðnaður hentar konum best, og hvað er gert til að mæta sérþörfum kvenna á því sviði? Er hætta á, að konur sitji eftir, meðan karlar bruna áfram á fyrsta farrými tölvulestarinnar? 16 I

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.