Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 26
.
Eins og öllum er kunnugt voru í vor sam-
þykktar breytingar á lögum um Húsnæðisstofn-
un ríkisins sem fólu í sér gjörbreytingu á út-
lánareglum til þeirra sem eru að eignast eigið
húsnæði. Lagafrumvarpið var samið að frum-
kvæði aðila vinnumarkaðarins og var byggt á
samkomulagi um húsnæðismál sem undirritað
var í tengslum við gerð kjarasamninganna í lok
febrúar s.l. Frumvarpið var samið á skömmum
tíma og var afgreitt sem lög frá Alþingi í vor eftir
hraðferð í gegnum þingið. Mjög skammur tími
gafst því til að kynna sér hvað þarna var á ferð-
inni og gera sér grein fyrir því sem að var.
Kvennalistakonur sáu þó strax að ýmislegt
var við frumvarpið að athuga og komu með
breytingartillögur og athugasemdir við það.
Ljóst er, að mörg göt eru á lögunum eins og
þau eru núna og verður strax að taka til hönd-
unum ef stórir hópar fólks eiga ekki alveg að
vera útilokaðir frá húsnæðislánakerfinu. Þó
verður fyrst og fremst að hafa í huga að nýju
lögin taka einungis mið af því að fólk eigi sitt
íbúðarhúsnæði sjálft. Ekki er miðað við það að
fólk hafi þar um neitt að velja, frekar en áður.
Kvennalistinn og
húsnæðismálin
Við umfjöllun Alþingis á lögunum kom fram í nefndar-
áliti félagsmálanefndar neöri deildar að samkomulag
hefði orðið um þaö aö Milliþinganefnd í húsnæðismál-
um skyldi halda áfram störfum eftir að þingi lyki og
,,skila tillögum til ríkisstjórnarinnar nægilega snemma
til þess að hægt verði að leggja frv. fram á haustþing-
inu“. Það sem m.a. var talið þurfa að athuga var fjár-
mögnun húsnæðislánakerfisins til frambúðar, leigu-
húsnæði, húsnæðissamvinnufélög, kaupleiguíbúðir,
áhrif nýja kerfisins á félagslegar íbúðabyggingar, íbúðir
fyrir aldraða og öryrkja svo eitthvað sé nefnt. Kvenna-
listakonur töldu nauðsynlegt að taka á öllum þessum
málum og var það forsenda fyrir því að þingkonurnar
settu sig ekki á móti frumvarpinu á þinginu í vor. Einnig
benti Kvennalistinn á að fjármögnun kerfisins væri
langt frá því að vera trygg og stefnir í algjört óefni ef
ekkert verður að gert. í Milliþinganefndinni eru 5 full-
trúar stjórnarflokkanna og 3 fulltrúar stjórnarandstöðu.
Þrátt fyrir skuldbindandi samþykkt félagsmálanefndar
Alþingis liggja enn ekki fyrir tillögur sem gætu orðið
grunnur að lagabreytingum. Fulltrúar stjórnarflokk-
anna virðast ekki hafa það vegarnesti frá stjórnvöldum
að vænta megi raunverulegs árangurs og hafa aðeins
örfáir fundir verið boðaðir í nefndinni í sumar. Einstakir
nefndarmenn virðast heldur alls ekki hafa áhuga á að
takast á við það verkefni sem Milliþinganefndinni var
falið af Alþingi í vor.
Mörg ákvæði hinna nýju laga eru einnig mjög óhag-
stæð, t.d. þeim sem vinna óreglulega eða hafa tekið sér
frí frá launuðum störfum. Má nefna sem dæmi að kona,
sem er búin að borga í lífeyrissjóð í mörg ár en fer svo
í nám í tvö til þrjú ár hefur engan lánarétt nema hún hafi
borgað í lífeyrissjóð á meðan á náminu stóð. Ekki er
hægt að ná réttindum með því að vinna í námsleyfum
eins og áður var hægt í lífeyrissjóðunum. Þar með eru
námsmenn sem e.t.v. voru komnir með fullan lánsrétt
í lífeyrissjóði útilokaðir frá láni, nema þeir borgi samfellt
í lífeyrissjóð eftir að námi lýkur. Að vísu geta námsmenn
borgað I lífeyrissjóð og geta þeir þá fengið lán hjá lána-
sjóðnum fyrir þessum lífeyrissjóðsgreiðslum. Ekki
nærri allir námsmenn hafa borgað I lífeyrissjóð af náms-
lánum sínum hingað til og margir taka alls ekki lán, svo
að þetta kemur sér illa fyrir marga.
Það er alltaf vafamál hvort á að vera að lappa uppá
kerfi eins og þetta húsnæðislánakerfi sem hefur svo ;
marga galla að best væri að byrja alveg frá grunni.
Stefnumörkun I húsnæðismálum hefur verið mjög
óljós á undanförnum árum. Ekki hefurstefna núverandi
ríkisstjórnar heldur verið neitt til að hrópa húrra fyrir.
Hún greip fegins hendi tillögur aðila vinnumarkaðarins
um ,,lausn“ á þeim málum án þess að gera sér nokkra
grein fyrir að hverju er stefnt með tillögunum.
— Ráðamenn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir
hvenær allir sem vilja geti fengið 70% af kaupverði