Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 11
FINRRAGE varö til árið 1984 á
alþjóðlegri ráðstefnu kvenna
sem þá var haldin í Hollandi.
Einn umræðuhópanna á ráð-
stefnunni hét ,,Dauði konunn-
ar“ (,,Death of a Fernale") og
Þar ræddu konur úr hópi líf-
fræðinga, læknao.fl. um nýjar
aðferðir æxlunar- og erfða-
tækninnar. Hugmyndin að
samtökum er ynnu gegn frek-
ari þróun á þessum sviðum
faeddist í þessum hópi og sam-
tökin ,,Feminist International
Network on The New Reprod-
uctive Technologies" eða
EINNRET urðutil. Stofnfélagar
voru 500 frá 12 þjóðlöndum.
Þ®ssi samtök héldu síðan ráð-
stefnu í Svíþjóð 1985 og þar
var nafni samtakanna breytt í
FINNRAGE til að undirstrika
frekar markmið þeirra, en
nafnið er skammstöfun fyrir:
Alþjóðleg samtök kvenfrelsis-
kvenna gegn æxlunar- og
erfðatækni. (Feminist Internat-
'°nal Network of Resistance
fo Reproductive and Genetic
^ngineering). Á Svíþjóðarráð-
stefnunni var gengið frá skipu-
la9i samtakanna og samin
stefn uyfirlýsing.
■ ,Stríð á hendur
konum'1
Fulltrúar frá eftirtöldum
óndum skrifuðu undir yfirlýs-
joguna: Ástralía, Bangaldesh,
rasilía, Kanada, Danmörk,
Fngland, Frakkland, írland,
Israel, Japan, Holland, Noreg-
ur, Svíþjóð, Sviss, Bandaríkin
og Vestur-Þýskaland. Yfirlýs-
ingin hefst á þeim orðum að
einstæður eiginleiki kvenna til
að bera líf, fæða og annast það
sé frá þeim tekinn með nýmæl-
um æxlunartækninnar, að ver-
ið sé að nota kvenlíkama eins
og hvert annað hráefni til
tæknilegrar framleiðslu. Þetta,
segir í yfirlýsingunni, líkist því
að striði sé lýst á hendur kon-
um og náttúrunni. ,,/Exlunar-
og erfðatæknin er ný tilraun til
að taka yfirráðarétt kvenna yfir
eigin líkamafráþeim.“ Þáseg-
ir að tækni af þessu tagi geti
aldrei leyst vanda, sem eigi sér
félagslegar og efnahagslegar
rætur og að það komi engum
kúguðum hópum til góða að
breyta gangi líffræðinnar. . .
,,Það á enginn rétt á barni líkt
og um eign sé að ræða. Hvorki
ófrjóar konur né frjóar, lesbíur
né aðrar geta farið fram á leyfi
frá ríkisvaldinu eða læknastétt
til þess aðeignast barn.“ Sam-
tökin hvetja allar konur til að
koma i veg fyrir að líkamar
kvenna verði notaðir af körlum
í ágóðaskyni, til læknisfræði-
legra tilrauna eða tilrauna í
þágu vísinda almennt. „Lífinu
fylgir alltaf áhætta. Líf er ekki
hægt aö kerfisbinda eða full-
komna. Að lifa krefst hugrekk-
is. Við munum ekki hopa. Við
munum ríghalda i samábyrgð
okkarfyrir lífinu" segiráeinum
stað í yfirlýsingu FINNRAGE.
Flokkun kvenna eftir
notagildi þeirra
í yfirlýsingunni kemur fram
sú skoðun, að erfða- og æxlun-
artæknin verði notuð til að
stýra frjósemi kvenna; að kon-
ur verði flokkaðar eftir nota-
gildi: „Nytsamar konur í iðn-
væddu ríkjunum sem ættu að
eignast börn og „gagnlausar
konur í vanþróuðu ríkjunum,
sem alls ekki ættu að eignast
börn.“ Samtökin telja að þessi
flokkun sé þegar komin á skrið
með óendanlegri aðstoð við
ófrjóar konur vesturlanda ann-
ars vegar og ófrjósemisað-
gerðum í stórum stil á konum i
vanþróuðu ríkjunum hins veg-
ar. Þá segir: „Við erum and-
snúnar kynbætandi mann-
fjöldastýringu og einkum og
sér í lagi erum við andsnúnar
framleiðslu „fullkominna
barna." Samtökin fordæma
allar ríkisstjórnir sem leyfa
rannsóknir á fóstrum í þágu
erfða og æxlunartækninnar.
Og þau hvetja konur til að ná
aftur í sínar hendur þekking-
unni á og um leiö valdinu yfir
meðgöngu og fæðingu. Yfir-
lýsingunni lýkur á þessum orð-
um:
„Við leitum annars konar
vísinda og tækni. Vísinda sem
virða konur og lífið á jörðunni.
Við hvetjum konur og karla til
að slíta í sundur tengslin á milli
tækni og gróðahyggju. Við
hvetjum konur og karla til að
slíta í sundur tengslin á milli
vísindanna og iðnhyggjunnar
og til þess að taka höndum
saman við okkur um það að
þróa samband þekkingar og
lífsins sjálfs.“
Miðlun upplýsinga
Markmiðum sínum hyggjast
samtökin ná með því að efla
upplýsingastreymi til kvenna
um það sem er að gerast á
sviði æxlunar- og erfðatækni,
m.a. með útgáfu mánðarlegs
fréttabréfs. Á næsta ári er gert
ráð fyrir ráðstefnu annað hvort
á írlandi eða Costa Rica, þar
verður athyglinni beint að
ófrjósemi og reynslu kvenna af
læknum en yfirskrift ráðstefn-
unnar er: Alþjóðlegur rann-
sóknaréttur vegna læknis-
fræðilegra og annarra vísinda-
legra afbrota gegn konum.“
Þær sem hafa áhuga á að
kynnast þessum samtökum
nánar, geta skrifað til þessa
heimilisfangs:
Renata Duelli Klein
P.O. Box 583
LONDON NW3 1RQ
ENGLAND
Nokkurt efni frá FINNRAGE
er til staðar í Kvennahúsinu í
Hótel Vík.
Ms
11