Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 2

Vera - 01.11.1986, Blaðsíða 2
í þessari Veru er enn á ný fitjað upp á efni, sem aðrir íslenskir fjölmiðlar hafa lítið sinnt, — erfða- og æxlunar- tækni. Það er þó einkum æxlunartæknin, sem Vera beinir athyglinni að núna, m.a. með því að fjalla um að- ferðir, leiðir og siðfræði tengda henni. Þó svo að glasabörn, tæknifrjógvun, sæðisbankar eða leigumæður hafi eitthvað komist í fréttirnar hér á landi, hefur furðu lítið verið tekið á þeim siðfræðilegu og lagalegu vandamálum, sem þróun þessara aðferða leiðir til. Fjölmiðlar hafa átt það til að kynna aðferðir æxlunartækninnar sem skemmtiefni og slegið fréttum af þessu sviði upp í hálfkæringi. í rauninni er þetta und- arleg afstaða tii vísinda, sem hafa það í hendi sér að gerbreyta mannkyninu, ekki aðeins hvað útlit og heil- brigði varðar, heldur einnig grundvallar viðhorfum til mannlegrar tilveru. Það má segja þessari afstöðu til varnar, að aðferðum æxlunartækninnar er enn lítið beitt hér á landi, leik- menn eru ekki upplýstir um þá möguleika, sem tæknin býr yf ir og því eru hættur hennar sem og kostir enn f jarri íslenskum raunveruleika. Enda er það svo f nágranna- löndunum, þar sem þessu er öfugt farið, að umræður um æxlunartæknina gerast æ viðameiri og alvarlegri. í Bretlandi hafa þegar verið sett lög, er varða tæknifrjóvg- un og leigumæður. Á þessu hausti hefur Evrópuþingið í Brussel verið að fjalla um nauðsyn samræmdra laga um rannsóknir á fósturvísum og fóstrum. í Danmörku hefur sérstök nefnd verið sett á laggirnar til að fjalla um siðfræði tækniæxlunar. Stofnuð hafa verið alþjóðleg samtök kvenna, sem vilja hafa áhrif á þróun þessarar tækni. Þannig mætti lengi telja. Það er ekki nokkur ástæða til þess að við hér á ísiandi séum utanveltu í þessari umræðu. Umræðan um þróun æxlunartækninnar varðar konur miklu. Konur hafa hingað til verið einar um þann hæfi- leika að ganga með og ala líf. En framfarir í æxlunar- tækni eru svo hraðar að líkur eru á því að það breytist innan örfárra ára. Hvaða áhrif mun það hafa á konur og á stöðu þeirra gagnvart körlum? Og er það ekki stór spurning, hversu langt við eigum að ganga í því að færa sköpun og viðhald lífsins inn á rannsóknarstofurnar og í hendur vísindamanna? Það eru spurningar af þessu tagi, sem Vera veltir upp að þessu sinni — spurningar, sem við ættum öll að vera að velta fyrir okkur. Ms VERA 5/1986 — 5. árg. Útgefendur: Kvennaframboöiö í Reykjavik og Samtök um Kvennalista. Simar: 22188 og 13725 í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 3 Skrafskjóða Ragnhildur Kristjánsdóttir skrafar 4 Gerum friöarstarfið meira aðlaðandi Rætt viö Ellen Dietrich 5 Móðurlíf eða tæknilíf Um tæknifrjóvgun og æslunartækni 6—8 Siðfræði 9 Lögin 10 Nauðsynlegt að vera á varðbergi Rætt viö Kristínu Einarsdóttur 11 Finrrage 12—13 Hversu langt á að ganga 14 Héðan og þaðan 15 Anna 16—17 Vinnan Séö meö augum kvenna 18—19 Fiskurinn Alda Möller skrifar 20—22 Konur í andófi Rætt viö Birnu Þórðardóttur 23 Tímamótasamningar á Akranesi 24—27 Þingmál 28—31 Borgarmál 32 Hún gerir allt í kringum sig skemmtilegt 34 Purpuraliturinn 35—36 Bíó 37—39 Leiklist Mynd á forsíðu Svava María Ritnefnd: Guörún Ólafsdóttir Guðrún Kristmundsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Á. Árnadóttir Kristin Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur Flóvens Starfsmaöur Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreiting: Ragnhildur Eggertsdóttir Ábyrgð: Guðrún Ólafsdóttir Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.