Vera


Vera - 01.10.1992, Qupperneq 2

Vera - 01.10.1992, Qupperneq 2
VERA TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI KVENFRELSISVITINN Á VERU LOGAR ENN! að var í vor að ég fékk neyðarskeyti frá íslenskri vinkonu minni í Washington. Dóttir hennar sem lærir stjórnmálavísindi í há- skóla í Kanada var að skrifa ritgerð um stjórnmálaþátt- töku kvenna á Norðurlönd- um og fann lítið á bóka- safninu. Hana vantaði með hraði upplýsingar, einkum um hugmyndafræðilegar um- ræður innan Kvennalistans. Nú voru góð ráð dýr. Hvar skyldi þær vera að finna? Hafa kvennalistakonur ekki einmitt sjálfar sífellt sagt að slíkar umræður vanti sárlega og lýst sig síhungraðar í hugmynda- fræðilega endurnæringu? Eftir að hafa safnað saman hinum sigildu stefnuskrám, nokkrum ræðum, viðtölum og blaðagreinum, datt mér loks hið augljósa í hug: Þjóðráðið: VERA! Og viti konur, með þvi að rekja Verurnar aftur til upp- hafs síns og velja úr, tókst mér á stuttum tíma að viða að mér bitastæðri og safaríkri hugmynda- fræðilegri umræðu sem ég sendi yfir hafið með stolti. Síðla sumars hlustaði ég svo með aðdáun á þessa ungu stúlku lýsa áhyggjum sínum og útskýra einarðlega íýrir sér eldri karlmönnum rétt sinn til að ganga óhult á skólalóðinni eftir að skyggja fer. En það var fleira sem ég fann í gömlu Verun- um. Þær voru meiri fjársjóður en mig grunaði, fullar af fjölbreyttu og áhugaverðu efni, mörgu sem hafði farið fram hjá mér, einhveiju sem ég ætlaði að lesa í góða tóminu sem alltaf er á næsta leiti. Auðvitað voru þær misjafnar bæði að efni og útliti en fengur að þeim öllum og ég sökkti mér niður í lesturinn. Vera er eins og lífæð sem hefur slegið í takt við kvennabaráttuna sl. tíu ár. Hún speglar samtímann, aldrei öllum til geðs og konur ýmist laðast að henni eða hrökkva frá, allt eftir umíjöllun. Hlutverk Veru hlýtur þó að vera 2 að miðla sem flestum sjónar- miðum um kvenfrelsismál til sem flestra kvenna og karla eins og Björg Árnadóttir sagði í Verupistii í des. si. Tii þess að svo megi verða þurf- um við bæði að vera fúsar til að leggja þar orð í belg og ólatar við að vekja athygli á Veru og dreifa henni. Naskir fréttamenn vitna stundum í Veru en afltof fáir lesa þetta ágæta blað sem mun vera langlífasta kvenfrelsisblað á Norðurlöndum. Vera getur ekki og vill væntan- lega ekki keppa við vinsæl kvennablöð í glæstari búningi en fleiri augum og eyrum þyrfti hún að ná. Hvernig væri að höfða meira til þeirra sem ekki vanalega hugsa um kvenfrelsismál og fá t.d. stundum „þjóðkunnar" manneskjur í viðtöl til að tjá sig um þau? Slíkt kynni að kveikja almennar umræður um málefnið. Sú eðlilega samleið sem ég fann með Kvenna- framboði og síðar Kvennaiista varð að drjúgum hluta til vegna þeirra hugmynda sem ég fékk staðfestar eða hafði tileinkað mér með lestri kvenfrelsistímarita og -bóka. Aflar konur eru á sinn hátt í kvennabaráttu, og þokast hver eftir sínu ferli gegnum lík og ólík skeið en hvatinn er, auk lífsreynslunnar, þær hugmyndir sem þeim berast og gerjast í hugskotinu. Og hugmyndir eru diýgsta aflið til að breyta heiminum. Kvennahreyfingu er því afar mikilvægt að eiga málgagn eins og Veru sem kynnir hugmyndir og vekur umræður. Ég þakka öllum þeim sem hafa skrifað í Veru og unnið að útgáfu hennar sl. tíu ár og óska þeim og okkur lesendum hennar til hamingju með afmælisbarnið en því óska ég bjartrar og hugmyndaríkrar framtíðar. Megi kvenfrelsis- vitinn á Veru loga bæði skært og iengi! □ Guðrún Agnarsdóttir 5/1992 — 11. árg. VERA blað kvennabaráttu Pósthólf 1685 121 Reykjavík Kt. 640185-0319 Útgefandl: Samtök um Kvennallsta Forsíða: Þórdis Ágústsdóttir Fyrirsœta: Sigurlaug Jónsdóttir Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson Björg Árnadóttir Guðlaug Gísladóttir Guðrún Ólafsdóttir Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Kristín Karlsdóttir Laura Valentino Lára Magnúsardóttir Nína Helgadóttir Starfskonur Veru: Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Þórunn Bjarnadóttir Umsjón með útliti: Harpa Björnsdóttir Ljósmyndir: Þórdís Ágústsdóttir Anna Fjóla Gísladóttir Björg Arnarsdóttir Kristín Bogadóttir Bonni Árni Sœberg Myndskreytingar: Ásgerður Helgadóttir Áslaug Jónsdóttir Helga Guðrún Helgadóttir Margrét Laxness Sigurborg Stefánsdóttir Auglýsingar: Áslaug Nielsen Ábyrgð: Ragnhildur Vigfúsdóttir Setning og tölvuumbrot: Edda Harðardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.