Vera


Vera - 01.10.1992, Side 6

Vera - 01.10.1992, Side 6
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ÞAÐ ER GAMAN AÐ VERA KONA M\rið 1982 var mikið merkisár. Það ár stofnuðu konur kvenna- framboð á Akureyri og í Reykjavík og fengu tvær konur kosnar í bæjar-/borgarstjórn á hvorum stað, Samtök um kvennaathvarf voru stofnuð í Reykjavik og konur í kvennabaráttu eignuðust sitt eigið málgagn - hana VERU. Ári síðar sigldi Kvennalistinn í kjöl- farið. Margir sögðu þá, og segja enn, að öll þessi fyrirbæri væru óþörf en tíminn hefur lagst á sveif með konum og afsannað rækilega þessa kenningu. Engin hreyfing getur lifað og dafnað í heilan áratug ef ekki er þörf fyrir hana. Og því aðeins er þörf fyrir hana að hún skynji og túlki síbreyti- legan æðaslátt tímans - sé hreyfing. Hugmyndir kvenna um sjálfar sig, stöðu sína og samfélag hafa breyst talsvert á þeim 10 árum sem liðin eru frá því þær mörk- uðu þáttaskilin í kvennabar- áttunni árið 1982. Það er ekki nema eðlilegt. Kvennabaráttan er sögulegt íyrirbæri og áherslur hennar og aðferðir hljóta að mótast af aðstæðum á hveijum tíma. Ef „réttar hugmyndir" koma fram á „réttum tíma" geta þær haft sprengikraft og leyst úr læðingi áður óþekkta orku þó að þær hafi nokkru áður valdið litlum usla. Þannig var því háttað með þá hugmyndafræði kvennamenn- ingarinnar sem var uppspretta kvennaframboðanna og síðar Kvennalistans. Hún tjáði á skipulagðan hátt hugsanir fjöl- margra kvenna um gildi hinnar kvenlegu reynslu og staðfesti sterkan grun þeirra um að við værum ekki gallaðar, heldur samfélagið. Hún gerði okkur sterkar. Við þurftum ekki lengur að játast undir „hugmyndafræði eymdarinnar" - að það væri svo skítt að vera kona - heldur gátum við nú haldið þvi fram fullum fetum að vegna stöðu sinnar hefðu konur jákvæðri reynslu og þekkingu að miðla, sem sam- félagið mætti alls ekki fara á mis við. Við kröfðumst jafnréttis sem konur fremur en sem einstakl- ingar. Árið 1986 voru kvennamenn- ingarhugmyndir Kvennalistans orðnar fullmótaðar og það ár birtist leiftrandi grein i Morgun- blaðinu eftir Maríu Jóhönnu Mynd: Slgrún Björnsdóttir Engin hreyfing getur lifað og dafnað í heilan áratug ef ekki er þörf fyrir hana. Og því aðeins er þörf ryrir hana að hún skynji oa túlki síbreytilegan æðaslátt tímans - sé hreyfing. Lárusdóttur. Hún segir m.a.: „Vit- undin um að lykillinn að frelsi okkar er fólginn í okkur sjálfum, lífssýn okkar og menningu, hefur hleypt nýju lífi í sköpunarmátt okkar, líkt og sjálfstæðisbaráttan varð uppspretta margvíslegrar sköpunar á 19. öldinni. Gleðin yflr því að við eigum sameigin- legan arf sem okkur ber að varð- veita og þróa, gerir okkur kleift að ryðja úr vegi úreltum fordómum sem hafa gert okkur undirokaðar og háðar þeirri menningu sem hingað til hefur verið einráð." Það var gott að vera kvenfrelsis- kona á þessum árum. Að þessum orðum sögðum er rétt að hafa í huga að konum hefði líklega aldrei tekist að sauma sér hugmyndir um kvennamenningu, né okkur tek- ist að gera Kvennalista að veru- leika ef „hugmyndafræði eymdar- innar" hefði ekki komið tll. Ef við konur hefðum ekki áður horfst í augu við þá bláköldu staðreynd að við vorum álitnar annars ílokks menn. Annadís Rúdolfs- dóttir, sem vinnur að rann- sóknum á íslensku kvenímynd- inni, sagði nýlega eitthvað á þá leið að þegar konur upplifa sig sem þolendur verða þær gjarnan gerendur. Fyrst er að gera sér grein fyrir ástandinu, þá að breyta því. En þegar við tókum okkur til árið 1982 og fórum að breyta heiminum, breyttum við okkur sjálfum um leið sem og hug- myndum okkar og annarra um heiminn. Svo breyttist heimurinn líka án okkar hjálpar. Þessi stað- reynd vefst fyrir okkur og þess vegna lítum við stundum um öxl með fortíðarglampa í augum og 6

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.