Vera


Vera - 01.10.1992, Page 35

Vera - 01.10.1992, Page 35
AFMÆLISTERTUR JARÐARBERJATERTA 2 botnar 125 gr smjörlíki 1 dlsykur 3 eggjarauður 1 1/2 dl hveiti 2 tsk lyftiduft 1 dl mjólk ca. 150 gr marsipan, rifið 2-3 msk brauðmylsna Marens 4 eggjahvítur 3 dl sykur Fylling og skraut 3 dl rjómi 2 tsk vanillusykur fersk jarðarber, fjöldi eftir smekk rifið súkkulaði, magn eftir smekk Hrærið smjörlíkið og sykurinn þar til það verður létt og ljóst. Eggjarauðum bætt út í, einni í einu. Hveiti og lyftidufti sáldrað út í. Mjólk hrærð sam- an við. Smyijið 2 kökumót (ca. 25 cm í þvermál). Setjið brauð- mylsnuna í botninn. Skiptið deiginu í sitt hvort mótið. Rífið marsipanið yfir deigið með íinu rifjárni. Mynd úr bóklnni Ber og óvextlr fró AB Marens Eggjahvíturnar þeyttar mjög vel. Sykri bætt út í þar til þetta verður mjög stíft. Þá er marens smurt yfir marsipanið. Bakið við 175°C í 20-25 mínútur. Þegar kakan er bök- uð verður að kæla botnana áður en hún er sett saman. Þeytið rjómann með van- illusykrinum. Setjið til hliðar nógu mikið af þeyttum rjóma til að nota ofan á kökuna. Hreinsið jarðarberin og skerið í fjórðunga. Bætið út í afganginn af rjómanum og hrærið saman. Setjið svo fyllinguna á milli botnanna. Rjóminn sem settur var til hliðar er svo notaður á efsta lagið og það skreytt með heilum jarðarbeijum og rifnu súkkulaði. SÚKKULAÐITERTA 300 gr sykur 150 gr smjör 2 egg 1 /2 plata suðusúkkulaði 2 dl mjólk 300 gr hveiti 3 tsk lyftiduft Krem 50 gr smjör 250 gr flórsykur 1/2 plata suðusúkkulaði 3 tsk sterkt kaffl 10 romm essence dropar 1 egg Hrærið saman sykri og smjöri. Bræðið súkkulaðið í mjólkinni og kælið. Hrærið eggin sér. Súkkulaðimjólkinni, eggjun- um, og hveitinu ásamt lyfti- duftinu bætt í hræruna til skiptis. Hellið í smurt hring- laga mót (ca. 25 cm í þvermál). Bakið neðst í ofninum við 180°C í 40-50 minútur í venjulegum ofni. En við 160°C í blástursofni og í styttri tíma. Krem Hrærið öllu hráefni í kremið saman. Annað hvort er súkku- laðið brætt í kaffinu eða riflð fínt niður. Þegar kakan er köld, er henni skipt í tvennt með bandi, kremið sett á milli og afgangurinn ofan á. Best með iskaldri mjólk. ALÞINGISTÍÐINDI Alþingistíöindi eru gefin út í tveim deildum, A deild sem er þingskjöl og B deild sem er umrœöur. Hvor deild kemur út í heftum vikulega meöan þing situr, Registurshefti kem- ur síöar. Afgreiösla Alþingistíöinda og þingskjala er í Skólaþrú 2. Skrifstofa Alþingis BORGARBÓKASAFNID ER SAFN FYRIR ALLA Þaö er uppspretta frœöslu, menningar- og upplýsingaefnis af margs konar tagi. BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR FINNUR ÞÚ í: þlNGHOLTSSTRÆTI 27 - lestrarsalur, skrifstofur. ÞINGHOLTSSTRÆTI 29A - útlónsdeild, upplýsingar. BÚSTAÐAKIRKJU - útlón, upplýsingar, bókabílar. SÓLHEIMUM 27 - útlón, upplýsingar. GERÐUBERGI 3-5 - útldn, upplýsingar, tónlist. GRANDAVEGI 47 - útlánsdelld. Afgreiðslutími Borgarbókasafns er auglýstur í dagbókum dagblaðanna. Barna- og unglingabókasafn verður opnaö í Hólmaseli 4-6 í nóvember. VERIÐ VELKOMIN! 35

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.