Vera


Vera - 01.10.1992, Síða 15

Vera - 01.10.1992, Síða 15
Veru markaði ekki upphaf kvennabaráttu, í mesta lagi markaði það kaflaskil. Kvenna- barátta hefur alltaf verið til og vafalaust hefur karlveldið alltaf litið hana hornauga. Við vitum að þau mál sem Vera barðist íyrir í bernsku sinni hafa konur barist fyrir á öllum tímum og munu líklega þurfa að berjast fyrir lengi enn. Þótt skömm sé frá að segja virðist lítið hafl þokast í kven- frelsisátt. Að minnsta kosti miklu minna en við hefðum spáð fyrir tíu árum. Það reyndist víst ekki nóg að koma kúgun kvenna á prent til að frelsi fengist. Karl- veldið er fast fyrir og hefur ekki eins mikinn áhuga á breytingum og við héldum. Enn ijallar Vera um launamisrétti kynjanna, dagvistarmál og ofbeldi. Og það sannarlega ekki að ástæðulausu því við virðumst eiga langa leið fyrir höndum. Hefur Vera þá ekki gert neitt gagn? Værum við ekkert verr staddar hefði Vera aldrei orðið að veruleika? Ég held að við værum það, er raunar viss um það. Undanfarin ár hefur andstaðan við kvenfrelsisbaráttu vaxið og orðið á ýmsan hátt hatrammari en áður. Og það er ekki vegna Veru, heldur miklu frekar þrátt fyrir Veru. Ég er sannfærð um að við höfum öll meiri þörf íyrir að heyra þær raddir sem hljóma í Veru nú en við höfðum fyrir áratug. Leiðindaþras um að allir séu löngu orðnir leiðir á kvenna- þessu og hinu látum við sem vind um eyru þjóta. Góð visa er aidrei of oft kveðin og ég er hrædd um að við þurfum að hafa kvenna- Ég er sannfærð um að við höfum öll meiri þörf fyrir að heyra þær raddir sem hljóma í Veru nú en við höfðum fyrir óratug. Vera er mólgaan okkar, í henni veroa raddir kvenfrelsis að hljóma. ,,ÉG ER STELPA 0G ST0LT AF ÞVÍ" VIDTAL VIO BjORK i KUKLI ..BIND ALLAR MÍNAR VONIR VIÐ KONUR'' HULDA BJAKNAD01IIR srcm fra HUGSA STELPUR STJÓRNMÁL? vísurnar ansi oft yflr þar til allir hafa lært þær. En mikið verður gaman þegar við getum sungið þær öil í kór, okkur til skemmt- unar og til að rifja upp liðna tíma þegar konur þurftu ennþá að beijast fyrir sjálfsögðum mann- réttindum sínum. Hvað haldið þið að sé langt þangað til? Á með- an verður Vera að halda sérstöðu sinni og forðast eins og heitan eldinn botnlausEm klisju- og froðusnakkspyttinn sem flest íslensk tímarit svamla i. í fréttum dagsins er sagt frá niðurskurði á flestum sviðum opinberrar þjónustu. Skorið er niður í heilbrigðiskerflnu, meðal annars á þann hátt að öryrkjar og aldraðir sjúklingar eru sendir heim af sjúkrahúsum. Og hver skyldi eiga að taka á móti þeim heima og annast þá? Það skyldu þó ekki vera konurnar sem flestar hafa nóg á sinni könnu og meira en það? Skorið er niður í mennta- kerflnu og vekur athygli að í hópi nýstúdenta við háskólann fækkar konum hlutfailslega meira en körlum. Háskóiarektor getur sér þess til að hækkun á dagvistargjöldum fyrir börn námsmanna ráði þar nokkru, svo og stórhækkuð innritunargjöld í háskólann. Reglur um námslán eru hertar svo að ekki er óliklegt að hjón vinni hvort fyrir öðru í námi í stað þess að reyna að fjármagna nám sitt með náms- lánum. Hvort ætli verði þá algengara að konan eða karlinn bíði með sitt nám? Fyrir tíu árum held ég að engan hafl órað fyrir því að þannig yrði komið fyrir velferðarkerfinu. Og niðurskurðurinn bitnar mest á konum, hvernig sem stendur nú á þvi! Þess vegna er baráttan fyrir kvenfrelsi ekki siður biýn nú en fyrir tíu árum, ég ieyfi mér jafnvel að segja að hún sé ennþá brýnni nú. Þess vegna þurfum við Veru til að hamra stöðugt á baráttu- máium okkar. Vera er málgagn okkar, í henni verða raddir kvenfrelsis að hljóma. Það er á okkar ábyrgð að ekki verði þaggað niður í konum eina ferðina enn og baráttunni fyrir frelsi kvenna ýtt áratugi aftur í timann, eins og sagan segir okkur að sífellt hafl gerst. Við verðum sjálfar að reka baráttuna fyrir frelsi okkar og dætra okkar og fyrir þvi að sjónarmið kvenna njóti sín. Það gerir enginn fyrir okkur, svo mikið er vist. Þess vegna höldum við áfram að lesa Veru, gagnrýna hana, rífast um hana og skrifa hana. (Og auðvitað að borga áskriftargjöldin!) □ 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.