Vera


Vera - 01.10.1992, Page 43

Vera - 01.10.1992, Page 43
að fyrirtækin sæju konum í toppstöðum fyrir vinnukonum í stað bíla og annarra dul- búinna launagreiðslna. Skóla- málaráðherrann barnshafandi sagðist nú ekki þurfa að taka neitt fæðingarorlof - sér þætti svo gaman í vinnunni. Tíu dögum eftir keisaraskurð var hún svo mætt með barnið í ráðuneytið til þess að standa við orð sín, en eitthvað mun hún hafa tuldrað um að hún myndi ijarstýra ráðuneytinu heiman frá sér fyrst um sinn. Það versta í öllu þessu fjöl- miðlarugli er þó hvernig blaða- menn taka að sér að skipa samtökum talsmenn og leiðtoga. í Svíþjóð hinni löngu býr kona er heitir María Pia Boethius. Hún mun vera blaðamaður, rithöfundur og álitsgjafi. Eitthvað hafði hún sagt um að karlarnir í gömlu flokkunum mættu standa sig, annars yrði bara stofnaður kvennaflokkur. Aileiðingin varð sú að Kvennílokkskonur voru stöðugt að svara spurn- ingum um „leiðtoga" sem þær höfðu aldrei séð og Maria Pia var stöðugt að segja fjölmiðl- um að ekki væri enn búið að stofna Kvennailokk en hún væri búin að mynda net sem hægt væri að breyta í flokk á einni nóttu ef karlarnir gættu sín ekki. í vor sem leið ákváðu svo konur úr ýmsum samtökum og alls staðar að af landi að hittast á lýðháskólanum Bona og ræða málin. Við áttum þarna stórkostlega helgi, kon- ur úr öllum mögulegum áttum og með afskaplega mismun- andi skoðanir. Eftir strembnar umræður var ákveðið að koma á fót samtökum sem kölluð eru „netsokkar". Þessi samtök eru mjög óformleg. Hafa upp- lýsingabanka og fréttabréf og hafa nú þegar staðið fyrir að- gerðum gegn dagblöðum sem auglýsa klámsíma. Netsokk- arnir eru einnig að skipuleggja kvennafrídag 8. mars nk. A Bona-fundinum hittust kvennailokkskonur frá ýmsum stöðum á landinu, báru saman bækur sínar og ákváðu að lýsa yfir stofnun landssamtaka. Lundhópnum var falið að sjá um undirbúning að hug- myndaþingi í ágúst og landsfundi í október/nóvem- ber. Það væri synd að segja að fundurinn hefði gengið alveg átakalaust fyrir sig. en það eru fyrst og fremst formlegu málin, uppbygging samtakanna, sem skiptar skoðanir eru um. Ágreiningurinn virðist mér að miklu leyti snúast um hvaða leiðir skulu farnar til þess að mark verði tekið á okkur sem pólitísku aíli. Margar konur óttast mjög óhefðbundna stjórn og framkvæmd. En við leysum þetta stelpurnar á landsfundinum. Það fer ekki hjá því að mjög sé litið til íslenska Kvennalistans í allri þessari umræðu, bæði innan flokksins og í íjölmiðlum. Stöðugt er spurt „hvernig er þetta á íslandi?" Við, íslensku konurnar, gerum auðvitað okkar besta til þess að svara því, höldum fyrir- lestra, tölum á fundum, aðstoðum konur sem eru að skrifa ritgerðir o.s.frv. Sama á við um væntanlegan kvenna- frídag, undirbúningshópurinn vill fá allar hugsanlegar upp- lýsingar um hvernig fram- kvæmdin var á íslandi. Það þarf auðvitað ekkert að lýsa þvi fyrir ykkur hvað þetta kitlar kvenþjóðarstoltið, en spurningarnar sem vakna og halda fyrir mér vöku eru líka margar. Er Kvennalistinn út- flutningsvara? Er ekki vara- samt að vera að líta of mikið til annarrar þjóðar, sem hefur allt aðra þjóðfélagsgerð og for- sendur? Er hægt að fá sænsk- ar konur til að trúa þvi að hið ómögulega sé auðvitað mögu- legt - og það fyrirvaralaust? Þetta kann að hljóma sem svartsýnisraus, en eins og þið vitið þá er bjartsýnin stærsta orkulind okkar kvenna, hverr- ar þjóðar sem við erum. Við, konur í Sviþjóð, erum búnar að segja A í flokkspólitíkinni og við ætlum að fara með allt stafróflð (það eru ekki nema 29 staflr í því sænska). □ Sigríður Stefánsdóttir FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKUR GAMLAR KONUR Á NORÐURLÖNDUM Gífurleg aukning verður á fjölda aldraðra fram til ársins 2010. Tæp 70% aldraðra yfir áttrætt eru konur. Skortur á öldrunarþjónustu er því fyrst og fremst vandamál kvenna. :I: Aldraðir í hjúskap eða sambúð á Norðurlöndum: Karlarnir fá umönnun, en konurnar veita hana. :i; Ýtir hjálparkerfið á Norðurlöndunum undir kynjamismunun? Ýmislegt bendir til að aldraðir karlar eigi auðveldara með að fá aðstoð frá hinu opinbera en aldraðar konur. & Konur eiga minna af veraldlegum gæðum en karlar, en eru frekar í félagslegum tengslum og hafa meiri samskipti við aðra en karlar. * Fleiri gamlar konur morgundagsins verða fjölskyldumanneskjur, en tilfellið er hjá gömlum konum dagsins í dag. Nýlega kom út bók/skýrsla með niðurstöðum norræns samstarfsverkefnis, sem ber heitið „Gamle kvinner i Norden. Deres liv i text og tall" eða „Gamlar konur á Norðurlöndum. Líf þeirra í texta og tólum". Bókin er til sölu hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, s. 678500. Verð er kr. 1500. 43

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.