Vera


Vera - 01.10.1992, Side 7

Vera - 01.10.1992, Side 7
spyrjum okkur hvað hafi orðið um gömlu tilfinningarnar, gömlu stemmninguna, gömlu hug- myndirnar? Það er eins gott að sætta sig við það að þær verða aldrei endurvaktar vegna þess að þær tilheyra liðnum tíma. En þær eru engu að siður enn til staðar vegna þess að þær mynda grunn- inn sem konur í kvennabaráttu standa nú á. Ofan á þann grunn verðum við að byggja í takt við nýja tíma og nýjar aðstæður. Ég sagði áðan að kvenna- baráttan væri sögulegt fyrirbæri og þar af leiðir að hvorki hug- myndir hennar né áherslur eru algildar. Einmitt núna lifum við á tímum sögulegra stóratburða og þróunin í stjórnmálum og al- þjóðamálum hefur ekki og mun ekki láta kvennabaráttuna ósnortna. Tími stóru hugmynda- kerfanna er liðinn og nú er ekki lengur hægt að hlaupa í smiðju til jieirra til að útskýra stórt og smátt í mannlegu samfélagi. Hugmyndafræðilegir múrar hrundu með Berlínarmúrnum og pólitísk markmið og leiðir eru hvarvetna í endurskoðun. Feminisminn hefur i tvær aldir verið kvenfrelsiskonum sú upp- spretta sem sósíalisminn hefur verið vinstri mönnum og frjáls- hyggjan hægri mönnum. Sósíal- ismi og fijálshyggja hafa mótað sitt hvort hagkerfið á þessari öld og mistekist í veigamiklum atrið- um. Bæði þessi kerfi hafa byggt á blindri trú á endalausan vöxt og í sókninni eftir honum hafa þau gert náttúruna að óvini sínum, reynt að beygja hana undir sig með öllum tiltækum ráðum og gengið á höfuðstól hennar - arð- rænt hana. í mannlegu samfélagi hefur konan haft hlutskipti nátt- úrunnar. Vegna þess hvernig nú er komið fyrir umhverfi okkar og hagkerfum í austri og vestri mætti með rökum halda því fram að nú sé tími feminismans upp- runninn. Nú sé það kvenna að taka við og leiða heiminn út úr þeim ógöngum sem hann er í. Þetta er mjög varasöm hug- mynd þó ekki væri vegna annars en þess að menn eiga að læra að taka til eftir sig. Að auki byggir hún á þeirri gömlu ranghugmynd að ef okkur tekst bara að detta ofan á rétt, stórt og alltum- veíjandi hugmyndakerfi þá muni það leysa allan okkar vanda. Feminisminn hefur aldrei verið og á ekki að vera þeirrar gerðar. Hann er ekki fast og afmarkað hugmyndakerfi, heldur er hann hugmyndafræði sem er í örri þróun og hann hefur mismun- andi merkingu og á sér mis- munandi sögu eftir löndum. Sagnfræðingurinn Karen Offen hefur skilgreint feminismann á eftirfarandi hátt: „Feminismi er stefna sem krefst þess að fé- lagslegu, efnahagslegu og póli- tísku valdi í tilteknu samfélagi sé jafnar skipt milli kynjanna. Þessi krafa er sett fram fyrir hönd beggja kynja með skírskotun til mennsku þeirra og um leið með virðingu fyrir sérstöðu þeirra.“ í þessu felst að láta sig varða frelsi og ábyrgð einstaklingsins á sjálf- um sér, sameiginlega ábyrgð ein- staklinganna gagnvart öðrum í samfélaginu og þær aðferðir sem viðhafðar eru í samskiptum manna á meðal. Þó að við konur getum ekki boðið fram neina allsherjarlausn á vanda mannkyns þá getum við lagt mikið cd mörkum með þvi einu að losa orku og sköpunar- kraft kvenna úr viðjum alda- gamalla hafta og fordóma. Til að það megi takast þarf að vera samhljómur milli kvennabarátt- unnar og hugmynda kvenna um sjálfar sig og stöðu sína. Veruleikinn i dag er ekki sá sem hann var fyrir 10 árum og þess vegna dugir ekki að hrista rykið af hugmyndum þess tíma og bera þær á borð fyrir konur. í öllum hinum vestræna heimi er kreppa í efnahagslífinu og at- vinnuleysi eykst dag frá degi, ekki síst meðal kvenna. Hvarvetna er verið að skera niður ríkisút- gjöldin til að draga úr hallarekstri ríkissjóðs og fái skammsýnir karlar að ráða för getur það komið mjög illa niður á marg- vislegri þjónustu sem hefur stutt við atvinnuþátttöku kvenna. Við þessar aðstæður og í ljósi þess að atburðir liðinna ára hafa dregið mjög úr trú manna á altækar lausnir, er nauðsynlegt fyrir kvennahreyfinguna að benda á raunhæfar leiðir til að takast á við raunveruleg og afmörkuð vanda- mál. alþjóðlegu samhengi þarf kvennahreyfingin að fá fólk til að sætta sig við þá hugsun að minna er betra, vexti eru takmörk sett, líka hagvexti. Náttúran setur „Feminismi er stefna sem krefst þess að félagslegu, efna- hagslegu og pólitísku valdi í tilteknu samfélagi sé jafnar skipt milli kynjanna. Þessi krafa er sett fram fyrir hönd beggja kvnja með skírskotun ti( mennsku þeirra og um leið með virðingu fyrir sérstöðu þeirra." í alþióðlegu samhengi þarf Kvennahreyfingin að fó fólk til ao sætta sig við þó hugsun að minna er betra, vexti eru takmörk sett, líka hagvexti. Nóttúran setur okkur þau takmörk. okkur þau takmörk. Þess vegna verður kakan ekkl stækkuð, það verður bara að skipta henni jafnar. Lausnin á atvinnuleysi kvenna og karla felst ekki nema að takmörkuðu leyti i þvi að skapa fieiri störf með miklum íjármunum og harmkvælum. Hún felst ekkert síður í þvi að draga úr launavinnu, ekki sist karla, og leggja aukna áherslu á að þeir hasli sér völl í starfsgrein sem er mjög framleiðin en líður fyrir vinnuafisskort. Þetta eru heimilisstörf og barnauppeldi. Þá er mjög mikilvægt að brjóta niður þá múra sem eru hvarvetna á kynskiptum vinnumarkaði og sem koma í veg fyrir að fólk gangi hvað í annars störf þegar þess gerist þörf. íslensk stjórnvöld eru nú með hugmyndir um umtalsverðan niðurskurð í velferðar-, heil- brigðis- og menntakerfinu. Þau halda þvi fram að það sé ofvöxtur í opinberri þjónustu og hún sé orðin byrði á íslensku samfélagi. Þetta er auðvitað ekki rétt enda eru bæði umfang og skatttekjur íslenska ríkisins minni en í flest- um ríkjum í kringum okkur. Á þetta verðum við konur að benda en við verðum líka að bregðast við niðurskurðinum. Ekki með þvi einu að standa vörð um kerfi sem eru alls ekki eins og við vfijum hafa þau, heldur með þvi að leita uppi og styrkja þau gæði sem okkur finnst að eigi að vera aðall þeirra - þar á ég ekki síst við hverskyns umönnun og að- hlynningu. Við konur eigum gott veganesti sem er afurð kvennabaráttu í aldir og áratugi. Hugmyndafræði kvennamenningarinnar lagði okkur til sjálfstraust og sam- félagssýn sem við verðurn að þróa og beita á vandamál dagsins í dag. Það var ekki bara gaman að vera kona árið 1982. Það er ekki siður gaman að vera kona árið 1992 vegna þess að núna eru tírnar til að skapa. Það er vissu- lega ákveðin óreiða og óvissa í samfélaginu. Einmitt á slíkum timum riður á að nota sér það frelsi sem í ástandinu felst og þann jarðveg sem er fyrir nýjar hugmyndir. Ætlum við að taka þeirri ögrun sem í þessu felst eða ekki? □ 7

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.