Vera


Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 34
VERA SPVR ÚLLU MAGNÚSSON JÓNSDÓHUR TENGIL VIÐSKIPTA- OG VERSLUNARHÓPS NETSINS I ER ATVINNULÍFIÐ FJANDSAMLEGT KONUM? Já, það er það - eins og alkunn dæmi sanna eru konur ekki ofmetnar á vinnumarkaðnum. Enda sagði Golda Meir að „fullu jafnrétti væri ekki náð fyrr en miðlungskonur fengju toppstöð- ur eins og miðlungskarlmenn hafa fengið toppstöður um ára- raðir.“ Það er löngu liðin tíð að karl- menn séu einir fyrirvinnur. Árangur kvennabaráttunnar alla þessa öld hefur fengið þvi áorkað að í dag er almennt viðurkennt og fært í lög að konur skulu njóta sömu kjara og karlar fyrir sömu störf. Það er einnig viðtekin skoðun að konur hafa þörf fyrir að nýta menntun sína og vera fjárhagslega sjálfstæðar verur. Þetta á jafnt við um giftar konur sem ógiftar. IConur hafa menntað sig í ríkum mæli og standa nú jafnfætis karlmönnum á þvi sviði. Barn- eignum getum við stjórnað og þeim hefur fækkað. Fleiri störf en áður eru huglæg þannig að líkamskraftar skipta miklu minna máli en áður. Þrátt fyrir þetta eiga konur enn í vök að veijast og fá almennt lægra kaup en karlar. Þær eiga ekki sömu framamöguleika og oft er gengið fram hjá þeim við ráðningar i embætti. Síðasta dæmið er hjá Biskupsembættinu sjálfu, þeim sem standa næst Guði, en þeir fengu á sig dóm jafnréttisráðs. Svo enn er á brattann að sækja. Ekki síst þegar Jafnréttisráð hefur ekki vald til þess að fá fyrirtæki til að leiðrétta mismun- un í stöðuveitingum. Svo eru hlutir eins og barna- heimilismálin, mál aldraðra og sjúkra sem eru þó alls ekki atvinnulífsins að leysa heldur stjórnvalda eða hugsanlega ein- staklinganna sjálfra með ein- hverjum hætti. Þegar mál heimil- anna eru í lausu lofti hamlar það sókn kvenna i ábyrgðarmikil störf sem krefjast langrar ijarveru t.d. vegna fundarhalda utan hefð- bundins vinnutíma. Konur eru ekki hræddar við ábyrgð, þær bera einmitt mikla ábyrgð á börnum, gömlum ættingjum og sjúklingum oft á tiðum. Þær vita hversu afdrifaríkt það er þegar þau mál fara úr böndum. Þess vegna vinna þær nú talsvert lengri vinnudag en karlar. Þess vegna hafa þær ekki sama tima til þess að sækja fundi, taka þátt í stjórnmálum eða stunda valda- baráttu á stórum vinnustað. Kon- um hefur þvi oft fundist þær vera útundan í stærri fyrirtækjum. Netið, sex ára gömul samtök kvenna á vinnumarkaðnum, hef- ur reynst konum mjög vel. Kon- um er jafn nauðsynlegt og körlum að bindast samtökum eins og Lions og Kiwanis. Á fundum hjá Netinu hafa konur kynnst öðrum konum úr atvinnulífinu, það er vettvangur umræðna og þar fást upplýsingar um það sem er að gerast bak við tjöldin. Konur skiptast á skoðunum og fá styrk til þess að takast á við það sem þær hafa tekið sér fyrir hendur. Það er ekki sjálfgeflð að ijöl- skyldan eða vinkonurnar hafi áhuga á því sem þú ert að gera. En konurnar í Netinu hafa það. □ 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.