Vera


Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 38

Vera - 01.10.1992, Blaðsíða 38
ÞAÐ SEM KONUR TALA EKKIUM TABÚ í KVENNAHREYFINGUNNI Þegar kvenréttindabarátta á Vesturlöndum tók á sig skipu- lagða mynd upp úr miðri 19. öld var sú hugmynd áberandi í öllum rökstuðningi kvenna- baráttunnar að konur væru karlmönnum æðri (superior). Þá var ekki síst átt við að siðferðisstyrkur kvenna væri mun meiri en karla. Þessi hug- mynd féll vel að ríkjandi hug- myndum há- og miðstétta Viktoríutímans sem gerðu miklar kröfur til hegðunar kvenna og reyndar karla líka, en aðeins á yflrborðinu. í raun léku karlmenn lausum hala í vændishúsum og á krám. ICvenréttindakonur notuðu sterka siðferðiskennd sem röksemd í baráttunni fyrir kosningarétti og kjörgengi. Þær sögðu að það myndi bæta gjörspillta pólitík að koma konum inn á þing og að konur sem kjósendur myndu styðja þá karlmenn sem stæðu vörð um gott siðferði. Af þessu leiddi einnig að kvenréttinda- konur voru býsna hatrammar gagnvart þeim konum sem fóru aðrar leiðir. Sem dæmi má nefna að bandarískar kven- réttindakonur réðust af hörku á frönsku leikkonuna Söru Bernhard sem lék ýmsar gleði- konur og birtist léttklædd á sviði. Þá urðu harðar deilur um frjálsar ástir, takmarkanir barneigna og kynlíf, þar sem tekist var á um hvað bætti stöðu kvenna í raun. Mér sýnist af því sem ég hef lesið um gömlu kvenréttindahreyf- inguna að hún hafi rætt flest það sem snerti lif kvenna, en vissulega voru viðkvæmu má- lin (tabúin) mörg, sérstaklega þau sem mörgum konum fannst einungis eiga heima innan dyra heimilisins, jafnvel svefnherbergisins og ekki ann- ars staðar. Hugmyndaheimur kvenna hefur breyst nokkuð frá því á 19. öld, en kannski minna en við höldum. Ég ætla hér á eftir að tína til dæmi um „tabú“ eða mál sem lítið eða ekki eru rædd innan íslensku kvenna- hreyfingarinnar og snerta þau svið lífsins sem við viljum ógjarnan tengja konum. Ég held nefnilega að hugmyndin Myndir: Sigurborg Stefánsdóttir um hina góðu, siðprúðu konu (móðurina og eiginkonuna) lifl ótrúlega vel í okkar hugar- heimi og hafl mjög mótað umræðu kvennabaráttunnar, ekki síst hér á landi. En kemur hún heim og saman við marg- brotinn reynsluheim kvenna? ♦ TÍSKA OG FEGURÐ Á allra síðustu árum hafa fræðikonur aftur farið að beina sjónum að kvenímyndinni sem mjög var til umræðu um 1970 þegar konur köstuðu brjósta- höldurum, magabeltum og snyrtivörum á haugana og lýstu því yfir að þær vildu sýna sig eins og þær væru af guði gerðar. Tískumarkaðurinn hrökk í kút og dró sig í hlé um sinn, en framleiddi þó mynstr- uð bómullarefni og gallabuxur til að fullnægja þörfum hinna ftjálsu kvenna. Hárgreiðsludömur héldu skærunum, en settu rúllur, liti og hárlakk inn í geymslu. Ekki leið þó á löngu þar til markað- urinn hóf nýja sókn. Hann nýtti sér hluta af frelsishug- myndunum og smám saman féllu konur fyrir boðorðum tískuheimsins. í Bandaríkj- unum eru konur að skrifa hverja bókina á fætur annarri um bakslag í kvennabarátt- unni og þessa miklu gagnsókn markaðsaílanna og karlveldis- ins. Enn einu sinni reyna konur að skilgreina andstæð- inginn, en líta ekki í eigin barm. Viljum við konur ekki ræða hvernig við föllum fyrir hvers kyns hégóma? Er það kannski allt i lagi? Þjónar það löngunum okkar og þörfum eða erum við að afskræma okkur sjálfar? Spurningin sem skiptir máli er sú, hvers vegna við konur erum svona ginnkeyptar fyrir hugmyndum um það hvernig konur eigi að vera (líta út). Þar er nefnilega að finna einn lykilinn til skilnings á því hvernig karlmenn/karlveldið fer að þvi að hafa stjórn á konum. Ég held að svarið sé margþætt. í fyrsta lagi er það mannkyninu eiginlegt að skreyta sig við hátíðir og beita ýmis konar aðferðum til að ganga í augun á hinu kyninu (eða fólki af sama kyni) og nægir þar að visa til fornminja og þjóða sem enn eru að mestu óspilltar af vestrænum lifnað- arháttum. Við byggjum á sögu- legum grunni hvað þetta varð- ar ef ekki á eðli okkar. í öðru lagi hefur líf og lífsafkoma kvenna til skamms tima byggst á þvi að komast undir verndarvæng karlmanns. Með- an konur voru mun fleiri en karlmenn gátu þeir valið úr og þá gat skipt máli að vekja athygli karla og ganga í augu. í þriðja og síðasta lagi erum við öll mótuð af gamalgrónum en þó breytilegum hugmyndum um það hvað í því felst að vera „gjaldgeng" kona, þ.e. hvernig markaðurinn (ekki endilega allir karlmenn) vill að konur séu. Við lögum okkur að ríkj- andi hugmyndum jafnvel þótt þær afskræmi konur, enda flestar konur sífellt óánægðar með sjálfar sig og uppteknar af að bæta þar úr í stað þess að beina kröftum að öðrum og kannski mikilvægari málum. Kona er KONA meðan hún er á barneignaaldri, sæt og sexý, hvort sem um er að ræða kröfur á vinnu- eða hjóna- bandsmarkaði. Að mínum dómi er kvennahreyfingin mjög mótuð af þessu, enda sést vel ef skoðað er að þær konur sem starfað hafa í kvennahreyfingunni og við tökum mið af eru einmitt kon- ur á aldrinum 25-55 ára, kon- ur í vinnu, í sambúð, með börn og með ábyrgð á heimilinu að mestu á sinum herðum. Aðrir hópar kvenna koma lítt við sögu. Okkur hættir mjög til að líta á konur sem einsleitan (homogen) hóp, en ekki sem þúsund mislit blóm sem ýmist blómstra hvert á sínum tíma og á sinn hátt, eða fölna, visna og deyja. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.